Sigvaldi Björn Guðjónsson lék mest af þeim 24 leikmönnum sem teflt var fram á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í Ungverjalandi. Af þeim átta klukkustundum sem landsliðið var í leik á mótinu þá var Sigvaldi Björn utan vallar í 13 mínútur, þar af voru fjórar mínútur vegna brottrekstra. Eðlilega léku þeir mest sem sluppu við kórónuveirusmit en engu að síður er Bjarki Már Elísson í fjórða sæti af þeim sem tók þátt í mótinu þótt hann hafi misst af þremur leikjum vegna einangrunar.
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, kom minnst við sögu í nærri fimm og hálfa mínútu þótt hann væri í leikmannahópnum í öllum leikjunum átta.
Þar á eftir koma Magnús Óli Magnússon og Darri Aronsson sem kom inn í leikmannahópinn þegar nokkuð var liðið á mótið.
Teknir hafa verið saman nokkrir tölfræðiþættir úr gögnum mótsins.
Léku mest:
Sigvaldi Björn Guðjónsson | 7.47,00 klst. |
Ómar Ingi Magnússon | 6.23,32 klst. |
Ýmir Örn Gíslason | 5.55,08 klst. |
Bjarki Már Elísson | 5.05,32 klst. |
Viktor Gísli Hallgrímsson | 4.24,27 klst. |
Minnst léku:
Kristján Örn Kristjánsson | 5,27 mín. |
Magnús Óli Magnússon | 10,35 mín. |
Darri Aronsson | 11,50 mín. |
Vignir Stefánsson | 18,46 mín. |
Teitur Örn Einarsson | 19,44 mín. |
Markahæstir:
Ómar Ingi Magnússon | 59 |
Sigvaldi Björn Guðjónsson | 29 |
Bjarki Már Elísson | 27 |
Aron Pálmarsson | 14 |
Viggó Kristjánsson | 13 |
Elvar Ásgeirsson | 12 |
Elvar Örn Jónsson | 12 |
Gísli Þorgeir Kristjánsson | 12 |
Stoðsendingar:
Ómar Ingi Magnússon | 21 |
Elvar Ásgeirsson | 16 |
Viggó Kristjánsson | 12 |
Aron Pálmarsson | 11 |
Janus Daði Smárason | 9 |
Vísað af velli – tvær mínútur:
Ýmir Örn Gíslason | 14 mín. |
Elvar Örn Jónsson | 10 mín. |
Arnar Freyr Arnarsson | 8 mín. |
Ómar Ingi Magnússon | 8 mín. |
Janus Daði Smárason | 6 mín. |
Varin skot:
Viktor Gísli Hallgrímsson | 51/168 – 30% |
Björgvin Páll Gústavsson | 24/90 – 27% |
Ágúst Elí Björgvinsson | 8/32 – 25% |
Samanlagt | 83/290 – 28,6% |
Sóknarnýting: 230/407 – 57%.
Úrslit leikja Íslands:
Ísland – Portúgal | 28:24 |
Ísland – Holland | 29:28 |
Ísland – Ungverjaland | 31:30 |
Ísland – Danmörk | 24:28 |
Ísland – Frakkland | 29:21 |
Ísland – Króatía | 22:23 |
Ísland – Svartfjallaland | 34:24 |
Ísland – Noregur | 33:34 |
Nánari upplýsingar er að finna hér.