- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigvaldi lék mest – tölfræði EM

Leikmenn íslenska landsliðsins þakka fyrir sig eftir sigurinn á Svartfellingum á EM
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn Guðjónsson lék mest af þeim 24 leikmönnum sem teflt var fram á Evrópumeistaramótinu í handknattleik í Ungverjalandi. Af þeim átta klukkustundum sem landsliðið var í leik á mótinu þá var Sigvaldi Björn utan vallar í 13 mínútur, þar af voru fjórar mínútur vegna brottrekstra. Eðlilega léku þeir mest sem sluppu við kórónuveirusmit en engu að síður er Bjarki Már Elísson í fjórða sæti af þeim sem tók þátt í mótinu þótt hann hafi misst af þremur leikjum vegna einangrunar.


Kristján Örn Kristjánsson, Donni, kom minnst við sögu í nærri fimm og hálfa mínútu þótt hann væri í leikmannahópnum í öllum leikjunum átta.
Þar á eftir koma Magnús Óli Magnússon og Darri Aronsson sem kom inn í leikmannahópinn þegar nokkuð var liðið á mótið.

Teknir hafa verið saman nokkrir tölfræðiþættir úr gögnum mótsins.

Sigvaldi Björn Guðjónsson var aðeins utan vallar í 13 mínútur í leikjum EM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Léku mest:

Sigvaldi Björn Guðjónsson7.47,00 klst.
Ómar Ingi Magnússon6.23,32 klst.
Ýmir Örn Gíslason5.55,08 klst.
Bjarki Már Elísson5.05,32 klst.
Viktor Gísli Hallgrímsson4.24,27 klst.
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, kom minnst við sögu af leikmönnum íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Minnst léku:

Kristján Örn Kristjánsson5,27 mín.
Magnús Óli Magnússon10,35 mín.
Darri Aronsson11,50 mín.
Vignir Stefánsson18,46 mín.
Teitur Örn Einarsson19,44 mín.
Ómar Ingi Magnússon skorað flest mörk allra á mótinu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Markahæstir:

Ómar Ingi Magnússon59
Sigvaldi Björn Guðjónsson29
Bjarki Már Elísson27
Aron Pálmarsson14
Viggó Kristjánsson13
Elvar Ásgeirsson12
Elvar Örn Jónsson12
Gísli Þorgeir Kristjánsson 12
Elvar Ásgeirsson átti næst flestar stoðsendingar. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Stoðsendingar:

Ómar Ingi Magnússon21
Elvar Ásgeirsson16
Viggó Kristjánsson12
Aron Pálmarsson11
Janus Daði Smárason 9
Ýmir Örn Gíslason lét svo sannarlega til sín taka í vörninni. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Vísað af velli – tvær mínútur:

Ýmir Örn Gíslason14 mín.
Elvar Örn Jónsson10 mín.
Arnar Freyr Arnarsson 8 mín.
Ómar Ingi Magnússon 8 mín.
Janus Daði Smárason 6 mín.
Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Varin skot:

Viktor Gísli Hallgrímsson51/168 – 30%
Björgvin Páll Gústavsson24/90 – 27%
Ágúst Elí Björgvinsson 8/32 – 25%
Samanlagt83/290 – 28,6%

Sóknarnýting: 230/407 – 57%.

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Úrslit leikja Íslands:

Ísland – Portúgal28:24
Ísland – Holland 29:28
Ísland – Ungverjaland31:30
Ísland – Danmörk24:28
Ísland – Frakkland29:21
Ísland – Króatía22:23
Ísland – Svartfjallaland34:24
Ísland – Noregur33:34

Nánari upplýsingar er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -