- Auglýsing -
- Auglýsing -

HSÍ hlýtur hæsta styrkinn úr Afrekssjóði

Karlandsliðið hefur nýlega lokið þátttöku í Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Handknattleikssamband Íslands fær hæsta styrkinn úr Afreksjóði ÍSÍ af þeim 30 sérsamböndum sem fá úthlutað fyrir yfirstandandi ár. Alls koma 86,6 milljónir kr. í hlut HSÍ en 543 milljónir eru til úthlutunar að þessu sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ÍSÍ.


Af milljónunum 543 koma 392 frá ríkinu sem er sama krónutala og á síðasta ári þegar upphæðin var lækkuð úr 400 milljónum eftir miklar hækkanir árin á undan.

Kvennalandsliðið á fyrir höndum mikilvæga leiki í undankeppni EM. Mynd/Mummi Lú

Nærri fimmtungur af kostnaði

„Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna ársins 2022 nema um 2.840 m.kr. og er stuðningur sjóðsins því að meðaltali rúmlega 19% af heildarkostnaði sérsambanda, sem er svipað og á síðasta ári, en þess má þó geta að árið 2016 var hlutfallið um 11%. Þó að úthlutun sjóðsins hækki lítillega á milli ára má sjá á gögnum sérsambanda að kostnaður við afreksíþróttastarfið heldur áfram að aukast og með þeim heimsfaraldri sem er í gangi hefur kostnaður við ferðalög og sóttvarnir aukist mjög mikið,“ segir í tilkynningu á vef ÍSÍ sem nánar má lesa hér.


Átta í A-flokki og horft aftur til fleiri ára

Eins og á síðasta ári eru átta sérsambönd í A-flokki og fá þau mest í sinn hlut. Fram kemur í tilkynningu ÍSÍ að framkvæmdastjórn hafi heimilað að frávik væru gerð við flokkun sérsambandanna að þess sinni. Er horft til árangurs síðustu fimm ára en ekki fjögurra eins og við úthlutun á undanförnum árum. Frávikið er gert vegna þess að heimsfaraldur hefur á síðustu tveimur árum haft víðtæk áhrif á möguleika og íþróttafólks og sérsambanda til að ná árangri á alþjóða vettvangi. Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti jafnframt að fara í ítarlega endurskoðun á reglum Afrekssjóðs ÍSÍ í vor.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -