Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Handboltinn okkar settust í Klakastúdíóið sitt í gærkvöld og tóku upp sinn þrítugasta og fimmta þátt á þessu tímabili. Umsjónarmenn þáttarins að þessu sinni voru þeir Gestur Guðrúnarson, Jói Lange og Arnar Gunnarsson.
Í þætti dagsins gerðu þeir Evrópumótið upp þar sem þeir voru sammála því að mótið hafi heppnast vel svona ef frá eru tekin covid málin. En handboltalega hafi mótið verið spennandi og góð auglýsing fyrir handboltann. Þeir ræddu svo aðeins framtíð íslenska liðsins og þeir voru allir sammála því að það væri góður tímapunktur núna að fá nýja og ferska vinda í brúnna og þeir voru spenntir fyrir því að reyna að fá Dag Sigurðsson að borðinu.
Þá fóru þeir aðeins yfir það sem væri að frétta af málum innanlands en það styttist í það að keppni í Olísdeild karla hefjist á ný. Stærsta fréttin er líklega sú að það fréttist af fundi á Akureyri þar sem menn eru að ræða það að sameina KA og Þór á ný og verður spennandi að fylgjast með framvindu þess máls.
Að lokum fóru þeir yfir hver hefði verið sigurvegari í getraunaleik þeirra og BK kjúklings. Að þessu sinni var það Svanur Bjarki Úlfarsson sem giskaði á rétt úrslit og hann fær 2 gjafabréf á BK kjúkling að launum.