Eins og komið hefur fram í fréttum þá leikur kórónuveira lausum hala í Frakklandi og stefnir í að hún verði álíka útbreidd þar í landi og á vormánuðum þegar tugir þúsunda landsmanna veiktust. Útgöngubann hefur verið sett á hluta sólarhringsins í stærstu borgum landsins.
Útbreitt smit hefur stungið sér niður í handknattleiksliðum Frakklands eins og annarstaðar. Meðal annars eru sex leikmenn karlaliðs Montpellier í eingangrun, fjórir úr liði Nantes eru veikir og þrír hjá Nimes. Af þessu sökum hefur leikjum verið frestað í efstu deild. M.a. viðureign Nimes og Chambéry sem var á dagskrá í kvöld. Eins hefur leik Nimes og Presov í riðlakeppni Evrópudeildarinnar, sem fram átti að fara í næstu viku, verið slegið á frest.