- Auglýsing -
Jan Larsen framkvæmdastjóri danska meistaraliðsins Aalborg Håndbold segir óvíst hvenær Aron Pálmarsson geti leikið á ný með liðinu. Aron tognaði á kálfa í leik Íslands og Svartfjallalands á Evrópumótinu í síðasta mánuði. Hann var nýlega sloppin úr einangrun.
„Það er ekki gott að segja hvenær hann verður tilbúinn. Vonir okkar standa til þess að það geti orðið á næstu fjórtán dögunum. Fyrst og fremst verður hann að fá þann tíma sem hann þarf til þess að jafna sig,“ sagði Larsen við Nordjyske.
Sænski landsliðsmaðurinn Felix Claar er hinsvegar að ná fullri heilsu eftir hnjask og covid á Evrópumeistaramótinu og verður í liði Aalborg á miðvikudagskvöldið gegn Fredericia HK. Claar var ekki með liðinu gegn Holstebro og Mors Thy á föstudaginn og á sunnudaginn.
- Auglýsing -