- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Gott að komast aftur inn á parketið

Aron Kristjánsson, þjálfari karlaliðs Hauka. Mynd/Haukar
- Auglýsing -

„Það verður gott fyrir menn að getað byrjað að hlaupa og æfa á ný inni á parketinu. Við erum fyrst og síðast ánægðir með að mega koma saman til æfinga á ný inni í íþróttasal,“ segir Aron Kristjánsson, þjálfari karlaliðs Hauka, sem verður með sína fyrstu æfingu með liði sínu í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í síðdegis í dag eftir að létt var hömlum á æfingum meistaraflokksliða í handknattleik frá og með deginum í dag.


Aron segir mikilvægt fyrir marga leikmenn að geta æfa innandyra og á parketgólfi. Ekki þoli allir að hlaupa mikið og lengi út á hörðum gangstéttum og í kulda. „Einnig stirðna axlir handknattleiksmanna upp ef þeir kasta ekki bolta í langan tíma. Af þessum sökum er ánægjulegt að fá tækifæri til þess að fá menn saman á ný, koma sér af stað aftur, áður en við getum farið af fullum krafti í handboltaæfingar, vonandi eftir vikutíma eða rúmlega það,“ sagði Aron ennfremur og bætti við að margt væri hægt að gera í salnum þótt ekki yrði enn mögulegt að stunda margar þær æfingar sem hefðbundnar eru í handknattleik. T.d. mega menn ekki kasta bolta á milli sín.


Aron sagði að rík áhersla yrði lögð á að fara eftir öllum sóttvarnareglum og fylgja í einu öllum þeim tilmælum sem beint hafi verið til félaga af hálfu HSÍ og sóttvarnayfirvalda.

Rúmgott í Schenkerhöllinni


Kvennalið HK mun æfa í tveimur hópum eins kom fram á handbolta.is í dag. Aron sagði að vel rúmt væri í Schenkerhöllinni, salurinn stór og hann yrði vel nýttur þannig að leikmenn gætu haldi fjarlægðamörk.


Styrktaræfingar leikmanna verða áfram með svipuðu sniði og verið hefur síðustu vikur. „Þegar hert var á reglum um sóttvarnir og við máttum ekki æfa lengur saman og lyftingaaðstaðan var ekki fyrir hendi þá sáum við til þess að leikmenn hefðu æfingaáætlun frá styrktarþjálfara og lágmarksbúnað heimavið til þess að geta stundað að minnsta kosti lágmarksæfingar. Þess vegna verða styrktaræfingarnar áfram með sama hætti og verið hefur síðustu daga og vikur,“ sagði Aron.

Flytir endurkomunni


„Við hittumst klukkan fimm í dag og það verður gaman að hitta strákana og æfa saman inni sal. Þótt takmarkanir séu ennþá fyrir hendi þá er enginn vafi á að það flýtir fyrir endurkomu liðanna til keppni á ný og dregur úr hættu á meiðslum þegar allt fer af stað aftur. Þessi vika sem við fáum þangað til rýmkað verður vonandi enn meira á reglunum mun vafalaust gera gæfumuninn og gera okkur auðveldara um vik að geta byrjað aftur að keppa um miðjan nóvember eins stefnt er að,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari karlaliðs Hauka í samtali við handbolta.is í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -