- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísraelsmenn komu á óvart

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Ísraelsmenn unnu óvæntan sigur á Litáum í fyrri viðureign þjóðanna í 1. umferð umspils um sæti á heimsmeistaramóti karla í handknattleik í kvöld. Leikið var í Tel Aviv og munaði fjórum mörk þegar upp var staðið, 28:24. Litáar, sem léku í fyrsta sinn undir stjórn Gintaras Savukynas, voru yfir eftir fyrri hálfleik, 13:10. Þeir byrjuðu síðari hálfleik illa og voru sex mörkum undir, 22:16, þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.


Dan Tepper markvörður Ísraels varði eins og berserkur, alls 15 skot og var með 42% hlutfallsmarkvörslu. Aidenas Malasinskas var atkvæðamestur Litáa með 11 mörk, þar af sjö úr vítaköstum. Giereius Morkunas, fyrrverandi markvörður Hauka, byrjaði vel í marki Litáa en tapað þræðinum þegar á fyrri hálfleikinn leið.

Liðin mætast á ný á sunnudaginn í Litaén en samanlagður sigurvegari í leikjunum tveimur mætir Ungverjum í síðari umferð umspilsins um HM sæti um miðjan apríl.


FH-ingurinn Gytis Smantauskas var í leikmannahópi Litáa í Tel Aviv í kvöld. Honum tókst ekki að skora. Vilius Rasimas, markvörður Selfoss, var ekki með landsliði Litáen.


Slóvenska landsliðið var í mesta basli með Ítali en tókst að merja sigur, 29:28. Þetta var fyrsti leikur Slóvena undir stjórn Uros Zorman.


Slóvakar unnu Belga naumlega, 28:26, á heimavelli. Síðari leikurinn verður í Belgíu á laugardaginn. Farseðill á HM er í húfi í þeirri rimmu eftir að Rússum var vísað úr keppni.


Á morgun mætast Austurríkismenn og Eistlendingar í fyrri viðureign sinni í Bregenz í Austurríki. Sigurliðið mætir íslenska landsliðinu í næstu umferð undankeppninnar eftir um mánuð.


Úrslit kvöldsins:
Grikkland – Bosnía 24:17 (10:8).
Ísrael – Litáen 28:24 (10:13).
Ítalía – Slóvenía 28:29 (16:14).
Slóvakía – Belgía 28:26 (10:14).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -