- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland er í efsta styrkleikaflokki

Íslensku landsliðsmennirnir kætast eftir einn af sigurleikjunum á EM 2022 í Ungverjalandi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla verður í fyrsta styrkleikaflokki af fjórum þegar dregið verður í átta fjögurra liða riðla í fyrir undankeppni Evrópumótsins í Berlín fimmtudaginn 31. mars. Handknattleikssamband Evrópu gaf út styrkleikaflokkana fjóra í dag.


Evrópumótið verður í Þýskalandi frá 10. til 28. janúar 2024.


1. styrkleikaflokkur:
Noregur, Frakkland, Króatía, Slóvenía, Ungverjaland, Portúgal, Ísland, Austurríki.
2. styrkleikaflokkur:
Tékkland, Pólland, Holland, Svartfjallaland, Norður Makedónía, Serbía, Sviss, Úkraína.
3. styrkleikaflokkur:
Bosnía, Litáen, Lettland, Ísrael, Slóvakía, Tyrkland, Rúmenía, Grikkland.
4. styrkleikaflokkur:
Kósovó, Belgía, Eistland, Færeyjar, Finnland, Ítalía, Georgía, Lúxemborg.

Leikdagar í riðlakeppninni:

  • 1. umferð: 12./13. október 2022.
  • 2. umferð: 15./16. október 2022.
  • 3. umferð: 8./9. mars 2023.
  • 4. umferð: 11./12. mars 2023.
  • 5. umferð: 26./27. apríl 2023.
  • 6. umferð: 30. apríl 2023.


Eins og áður segir verður dregið í átta fjögurra liða riðla. Að riðlakeppninni lokinni í lok apríl á næsta ári fara tvö efstu liðin úr hverjum riðli áfram í lokakeppnina í Þýskalandi auk fjögurra sem hafna í þriðja sæti, alls 20 lið.


Gestgjafar Þýskalands og þrjú efstu liðin á EM 2022 taka ekki þátt í undankeppninni, Evrópumeistarar Svía, silfurlið Spánar og bronslið Dana.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -