Klukkan 12 á hádegi í dag hófst miðasala á landsleik Íslands og Austurríki í undankeppni heimsmeistaramóts karla í handknattleik sem fram fer á Ásvöllum í Hafnarfirði laugardaginn 16. apríl klukkan 16.
Miðasala fer eingöngu fram á Tix.is – smellið hér. Einnig er hægt að komast beint í miðasöluna með því að smella á auglýsingar handbolta.is vegna leiksins. Auglýsingarnar eru víðsvegar á vefnum.
Leikmenn íslenska landsliðsins kalla eftir stuðningi áhorfenda á leiknum. Þeir skora á landsmenn að fylla Ásvelli og tryggja íslenska landsliðinu sæti á HM sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári.
Fyrri leikur liðanna verður spilaður í Bregenz í Austurríki miðvikudaginn 13. apríl nk. Samanlögð úrslit leikjanna ræður því hvort það verður Ísland eða Austurríki sem tekur þátt í HM.