- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Úrslitastund stendur fyrir dyrum

Trine Dalgaard leikmaður Odense verður með samherjum sínum á morgun þegar Odense-liðið mætir Brest í síðari leik liðanna í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Um helgina er komið að úrslitastund í útsláttarkeppni Meistaradeildar kvenna í handknatleik þegar kemur í ljós hvaða þrjú lið fara áfram í 8-liða úrslit.  Ungverska liðið FTC þarf að eiga toppleik til að snúa við sjö marka tapi fyrir Krim í fyrri leik liðanna um síðustu helgi.  

Metz verður að teljast sigurstranglegra í viðureign sinni gegn Dortmund en franska liðið vann fyrri leik liðanna með átta mörkum.

Mesta baráttan verður í leik Brest og Odense en danska liðið vann fyrri leikinn með eins marks mun, 25-24.

FTC – Krim | Laugardagur kl 14.00 | Beint á EHFTV.com.
Fyrri leikur 26-33
.

  • Góður seinni hálfleikur slóvenska liðsins um síðustu helgi lagði grunninn að 33-26 sigri þess.
  • Jovana Risovic og Ana Gros fóru fyrir liði Krim í fyrri leiknum. Risovic var með 41% markvörslu í leiknum og Gros skoraði 13 mörk.
  • Á síðustu leiktíð lék Krim gegn CSKA í útsláttarkeppninni. Krim sigraði fyrri leikinn, 25-20, en tapaði seinni leiknum, 27-21, og féll úr keppni.
  • FTC hefur ekki tekist að vinna leik með meira en sex marka mun í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.
  • Sigurvegarinn úr þessari viðureign mætir ríkjandi meisturum í Vipers í 8-liða úrslitum.

Metz – Dortmund | Laugardagur kl 14.00 | Beint á EHFTV.com.
Fyrri leikur 30-22
.

  • Dortmund hefur tapað sex leikjum í röð og hefur aldrei tapað fleiri leikjum í röð í Meistaradeildinni.
  • Þýska liðið hefur aðeins unnið fjóra af síðustu 15 útileikjum í Meistaradeildinni.
  • Franska liðið hefur unnið síðustu sjö leiki sína og getur komist í Final4 úrslitahelgina í fyrsta sinn frá tímabilinu 2018/2019.
  • Af þeim liðum sem eru enn í keppninni hefur Dortmund fengið flest mörk á sig, 429 í 15 leikjum sem gerir um 28,6 mörk að meðaltali í leik.
  • Þar sem að Rostov-Don var dæmt úr leik mun sigurvegarinn úr þessari viðureign fara beint í Final4 úrslitahelgina sem fer fram í Búdapest í júní.

Brest – Odense | Sunnudagur kl 14.00 | Beint á EHFTV.com.
Fyrri leikur 24-25
.

  • Franska liðið vonast til að ná í 8-liða úrslitin þriðja tímabilið í röð en það hafnaði í öðru sæti á síðustu leiktíð.
  • Brest hefur aðeins tapað þremur af síðustu 22 heimaleikjum á síðustu tveimur leiktíðum í Meistaradeildinni.
  • Odense hefur aðeins einu sinni komist í 8-liða úrslit í Meistaradeildinni. Á síðustu leiktíð féll liðið út í útsláttarkeppninni fyrir Vipers sem síðar vann keppnina.
  • Liðin hafa mæst fimm sinnum í Meistaradeildinni. Brest hefur unnið tvisvar og Odense þrisvar.
  • Sigurvegarinn úr þessari viðureign mætir ungverska stórliðinu Györ í 8-liða úrslitunum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -