- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

ÍR-ingar gefa annað sætið ekki eftir

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Kvennalið ÍR hefur ekki lagt árar í bát þótt vonin um efsta sæti Grill66-deildarinnar hafi dofnað með tapinu fyrir Selfoss í síðustu viku. ÍR-liðið vann Víkinga í kvöld, 34:31, í Austurbergi í næst síðasta leik sínum í deildinni eftir að hafa verið einu marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:17.


ÍR hefur þar með 31 stig að loknum 19 leikjum og er tveimur stigum á undan FH sem einnig á einum leik ólokið. Selfoss er efst með 32 stig en tvær viðureignir standa út af borðinu hjá liðinu gegn ÍBV U annað kvöld við Val á sunnudaginn. Síðasti leikur ÍR-inga verður við ungmennalið Fram eftir hádegið á sunnudag á sama tíma og ungmennalið ÍBV mætir í Krikann og leikur við FH-inga.


Víkingar voru ekki lengur inn í myndinni varðandi umspilið þegar kom að leiknum í kvöld. Þriðja umspilssætið úr Grill66-deildinni kemur í hlut Gróttu sem mætir HK úr Olísdeildinni. Víkingar hafa engu að síður staðið sig vel í vetur og tekið miklum framförum frá síðasta tímabili, svo ekki sé talað um það þar síðasta.


Mörk ÍR: Karen Tinna Demian 11, Laufey Lára Höskuldsdótti6 6, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 4, Fanney Ösp Finnsdóttir 3, Matthildur Lilja Jónsdóttir 3, Stefanía Ósk Hafberg 3, Hildur María Leifsdóttir 2, Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 1, Theodóra Sveinsdóttir 1.

Mörk Víkings: Anna Þyrí Ólafsdóttir 11, Auður Brynja Sölvadóttir 8, Guðrún Maryam Rayhad 7, Elín Helga Jónsdóttir 2, Ester Inga Ögmundsdóttir 1, Ída Bjarkling Magnúsdóttir 1, Rakel Sigmarsdóttir 1.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -