- Auglýsing -
Tilkynnt hefur verið hvaða 16 leikmenn Arnar Pétursson landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna teflir fram í kvöld gegn Svíum í undankeppni Evrópumótsins á Ásvöllum. Af 17 leikmönnum sem hafa verið við æfingar síðustu daga verður Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK, utan hóps í leiknum sem hefst klukkan 19.45. Enginn aðgangseyrir er að leiknum, sem er í boði Icelandair.
Ásvellir verða opnaðir fyrir áhorfendur klukkan 19. Eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að mæta og styðja íslenska liðið í leiknum og nýta sér kostaboð Icelandair. Sölubás með landsliðstreyjum verður opinn, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands.
Leikmannahópur Íslands í kvöld er þannig skipaður:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringköbing Håndbold (37/1).
Hafdís Renötudóttir, Fram (34/1).
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Kristianstad (29/30).
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (12/12).
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (49/80).
Hildigunnur Einarsdóttir, Val (88/98).
Karen Knútsdóttir, Fram (104/370).
Lovísa Thompson, Val (27/64).
Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór (3/2).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (106/223).
Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (10/30).
Steinunn Björnsdóttir, Fram (36/50).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (65/50).
Thea Imani Sturludóttir, Val (52/82).
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (36/41).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (111/327).
Fylgst verður með leiknum í stöðu- og textalýsingu á handbolti.is.
- Auglýsing -