- Auglýsing -
- Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona unnu sinn 10. leik í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld þegar leikmenn Villa de Aranda lágu í valnum á heimavelli Barcelona, 39:22. Staðan í hálfleik var 24:8. Aron skoraði ekki mark í leiknum og átti reyndar ekki markskot. Mamadou Lamine Diocou var markahæstur hjá Barcelona með sjö mörk. Aitor Ariño Bengoechea var næstur með sex mörk.
- Sænski landsliðsmarkvörðurinn Jessica Ryde hefur framlengt samning sinn við dönsku bikarmeistarana Herning-Ikast. Ryde er nú á sínu þriðja keppnistímabili með Herning-Ikast. Hún er með 44% hlutfallsmarkvörslu það sem af er keppnistímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni.
- Auglýsing -