- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar Örn fékk viðurkenningu

Anders Dahl Nielsen, fyrrverandi fyrirliði danska landsliðsins, þjálfari Skjern og leikmaður KR, afhendir Elvari Erni Jónssyni viðurkenninguna. Mynd/Skjern Håndbold
- Auglýsing -

Elvar Örn Jónsson, leikmaður Skjern og íslenska landsliðsins, hlaut viðurkenningu fyrir framlag sitt til Skjern-liðsins og var útnefndur félagsmaður októbermánaðar.

Undanfarin rúmt ár hefur félagið heiðrað einn félagsmann mánaðarlega fyrir að leggja mikið af mörkum til þess, jafnt utan vallar sem innan. Segja má að horft sé til þeirra sem ríða baggamuninn á einhvern hátt.

Elvar Örn þótt skara fram úr og eiga stóran þátt í að drífa liðið áfram innan vallar sem utan. Skjern vann fimm kappleiki í október og skoraði Elvar Örn 30 mörk auk þess að eiga fjölda stoðsendinga til viðbótar að vera afar umsvifamikill í varnarleik liðsins. Sannkallaður foringi inni á vellinum en einnig utan hans.

Það var fyrrverandi leikmaður KR og einn dáðasti leikmaður danska landsliðsins frá upphafi, Anders Dahl Nielsen, sem afhenti Elvari Erni viðurkenninguna fyrir viðureign Skjern og Skanderborg í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar á heimavelli í fyrrakvöld. Nielsen hefur lengi tengst Skjern-liðinu og var árum saman þjálfari karlaliðsins og síðar íþróttastjóri.

Elvar Örn hlaut þessa viðurkenningu einnig í janúar á þessu ári þá ásamt Björgvini Páli Gústavssyni, markverði, og Eivind Tangen, norskum landsliðsmanni Skjern.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -