- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjörtíu tíma rútuferð og fleiri smit

- Auglýsing -

Ferðalög um Evrópu eru ekki auðveld um þessar mundir. Flug liggur víða niðri eða er stopult enda fáir á faraldsfæti á meðan kórónuveiran fer eins og eldur í sinu um álfuna. Þess utan þá eru þær fáu flugferðir sem eru á boðstólum oft og tíðum á uppsprengdu verði.

Danski handknattleiksmaðurinn Rasmus Boysen segir frá því á Twitter-síðu sinni að leikmenn RK Metalurg frá Norður-Makedóníu leggi að baki 40 tíma ferð með langferðabíl yfir fimm landamæri til að mæta Ademar León í Evrópudeildinni í handknattleik á þriðjudaginn.


Keppni í Evrópudeildinni hefst aftur á þriðjudaginn eftir hlé. Af 12 leikjum sem voru á dagskrá hefur þegar tveimur þeirra verið frestað og viðbúið að svo verði um fleiri leiki áður en þriðjudagur rennur upp. Nú síðast í morgun greina þýskir fjölmiðlar frá því að Füchse Berlin hafi sent Handknattleikssambandi Evrópu beiðni um frestun á leik liðsins við Sporting eftir að leikmaður Berlínarliðsins greindist með kórónuveiruna. Þar með eru tveir leikmenn liðsins í einangrun og ekki hægt að útiloka að fleiri bætist við.


Sá sem greindist í gær er Milos Vujovic, landsliðsmaður Svarfjallalands. Fyrr í vikunni hafði þýski landsliðsmaðurinn Marian Michalczik verið greindur með veiruna.

Leik Füchse Berlin og Flensburg sem fram átti að fara í þýsku 1. deildinni á morgun hefur verið frestað.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -