- Auglýsing -
Valur varð á dögunum Íslandsmeistari í 5. flokki kvenna, eldra ári. Liðið stóð sig frábærlega á keppnistímbilinu og vann alla fimm hluta Íslandsmótsins en árangur þriggja bestu mótanna er talinn saman og gildir til uppgjörs til Íslandsmeistaratitils. Þess utan tapaði liðið ekki leik á Íslandsmótinu.
Einnig varð Valsliðið Reykjavíkurmeistari í vetur.
- Auglýsing -