- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron og fleiri stjörnur segja að hætta eigi við HM

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru ósigrandi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Nokkrir af fremstu handknattleiksmönnum heims, þar á meðal Aron Pálmarsson, setja orðið stórt spurningamerki við að halda heimsmeistaramótið í handknattleik í Egyptalandi í janúar. Telja þeir að verið sé að tefla á tæpast vað með heilsu handknattleiksmanna eins og ástatt er í Evrópu og víðast hvar annarstaðar sökum útbreiðslu kórónuveirunnar.

„Það á hætta við mótið. Ég skil ekki af hverju við eigum að ferðast þangað og keppa um einhver verðlaun,“ er haft eftir Aroni á vef TV2 í Danmörku í gær en líklega er tilvitnunin tekin úr viðtali við Aron á þýska podacastinu KREIS AB en vitnað er líka til þess á handball-world í gær.

Í sama potcast-þætti segir Domagoj Duvnjak, fyrirliði Kiel og króatíska landsliðsins, að það sé einfaldlega „of hættulegt“ að halda heimsmeistaramót við þær aðstæður sem nú ríkja.
Þýski landsliðsmaðurinn og leikmaður Kiel, Patrick Wiencek, segir á sama vettvangi að það eigi að slaufa HM. „Einfaldlega vegna þess að það eru mikilvægari atriði í lífinu en HM, til dæmis heilsa fólks. En því miður þá eru til menn sem átta sig ekki á þeirri staðreynd.“


Stutt er síðan sænski línumaðurinn og leikmaður Veszprém, Andreas Nilsson, sagði í samtali við Aftonbladet að það væri algjörlega út í hött að standa fyrir HM við þessar aðstæður. Gagnrýndi hann Alþjóða handknattleikssambandið fyrir að hafa ekki hætt við.


Uwe Gensheimer, fyrirliði þýska landsliðsins og leikmaður Rhein-Neckar Löwen, segir á hinn bóginn að nauðsynlegt sé að halda mótið þar sem það veiti milljónum fólks gleði að fylgjast með leikjum þess.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -