- Auglýsing -
Strákarnir í Handboltinn okkar láta ekki deigan síga. Í kvöld fór glænýr þáttur í loftið þar sem þeir félagar héldu áfram að fara yfir stöðuna hjá liðunum í Olísdeild kvenna. Að þessu sinni komu fulltrúar frá Val og Fram í heimsókn. Ágúst Jóhannsson og Mariam Eradze komu frá Val og þær Steinunn Björnsdóttir og Ragnheiður Júlíusdóttir frá Fram.
Í næsta þætti verða það svo fulltrúar Stjörnunnar og HK sem mæta í studíóið til þeirra félaga.
Hægt er að nálgast nýja þáttinn hér fyrir neðan.
- Auglýsing -