Það voru tveir leikir á dagskrá í Meistaradeild kvenna í dag og að þessu sinni voru það ungversku liðin FTC og Györ sem áttu sviðið. FTC vann sinn annan leik í röð og jafnframt var þetta þriðji sigurleikur liðsins í síðustu fjórum leikjum og þá hélt hitt ungverska liðið Györ áfram að bæta enn einum leiknum við sem þær eru taplausar og eru þeir því orðnir 45 leikirnir sem liðið hefur spilað án þess að tapa.
FTC fór í heimsókn til Slóveníu til þess að etja kappi við Krim og það er greinilegt að þær ungversku er að verða betri og betri með hverjum leiknum eftir erfiða byrjun í haust. Leikurinn var þó nokkuð kaflaskiptur í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að hafa forystu en undir lok hálfleiksins jafnaðist leikurinn og þegar flautan gall þá var staðan 13-13. Þær ungversku komu heldur betur áveðnar til leiks í seinni hálfleikinn og náðu snemma frumkvæðinu sem þær létu aldrei af hendi og unnu að lokum sex marka sigur 32-26. Mestu munaði um framlag Noemi Hafra í seinni hálfleik en hún skoraði átta mörk fyrir ungverska liðið og þar af voru sjö þeirra í seinni hálfleik. Með þessum sigri skýst FTC uppí þriðja sæti riðilsins með átta stig en Krim er í því sjötta með fjögur stig.
Í Györ tóku heimastúlkur á móti Buducnost þar sem nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og á tíundu mínútu gerðust sögulegir hlutir þegar að Jovanka Radicevic kom Buducnost í 6-5 forystu en þetta var mark númer 7.000 hjá liði Buducnost í Meistaradeildinni og hefur ekkert lið náð þeim áfanga til þessa. En þetta var þó í síðasta skiptið sem lið Buducnost náði forystu í leiknum sem endaði að lokum með sigri heimastúlkna 34-29 þar sem þær Stine Bredal Oftedal og Estelle Nze Minko fóru fyrir liði heimastúlkna en þær skoruðu samtals 19 mörk af þeim 34 sem Györ gerði í leiknum. Þetta var fimmti sigurleikur ungverska liðsins í röð og þær eru nú á toppi B-riðils með 14 stig.
Úrslit dagsins
Krim 26-32 FTC (13-13)
Mörk Krim: Oceane Sercien 6, Valentina Klemencic 5, Nina Zabjek 4, Samara Da Silva 2, Harma van Kreij 2, Branka Konatar 2, Maja Svetik 2, Manca Juric 1, Natasa Ljepoja 1, Tija Gomilar 1.
Varin skot: Jovana Risovic 19, Maja Vojnovic 1.
Mörk FTC: Antje Malestein 8, Noémi Háfra 8, Emily Bölk 5, Julia Behnke 3, Anikó Kovacsics 2, Nadine Schatzl 2, Anett Kovacs 2, Katrin Klujber 1, Gréta Márton 1.
Varin skot: Kinga Janurik 13, Blanka Bíró 2.
Györ 34-29 Buducnost (18-16)
Mörk Györ: Stine Bredal Oftedal 10, Estelle Nze Minko 9, Viktoria Lukács 5, Amanda Kurtovic 3, Anne Mette Hansen 3, Kari Brattset 2, Beatrice Edwige 1, Dorottya Faluvegi 1.
Varin skot: Amandine Leynaud 2, Laura Glauser 1.
Mörk Buducnost: Andrea Lekic 11, Jovanka Radicevic 5, Ema Ramusovic 3, Majda Mehmedovic 2, Itana Grbic 2, Valeriia Maslova 2, Nikolina Vukcevic 2, Katarina Dzaferovic 1, Nadja Kadovic 1.
Varin skot: Barbara Arenhart 3.