- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Oftedal valin í fjórða sinn og Martín í fimmta skiptið

Norska handknattleikskonan Stine Bredal Oftedal er í fjórða sinn á ferlinum valin í úrvalslið Meistaradeildarinnar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Handknattleikssamband EHF hefur greint frá því hverjar skipa úrvalslið Meistaradeildar kvenna í handknattleik fyrir yfirstandandi leiktíð. Úrslitahelgi keppninnar er að renna í garð í Búdapest.


Ungverska liðið Györ á fjóra fulltrúa í liðinu að þessu sinni auk þess sem að Ambros Martín þjálfari liðsins er besti þjálfarinn. Stine Oftedal er miðjumaður Györ en þetta er í fjórða sinn sem hún er valin í úrvalslið keppninnar en auk hennar eru fleiri kunnuleg nöfn á listanum að þessu sinni. Rúmenska skyttan Cristina Neagu er valin í sjöunda sinn og Nora Mørk í fimmta sinn.


Þetta er einnig í fimmta skiptið sem Abros Martín er valinn besti þjálfarinn.


Úrvalslið Meistaradeildar kvenna 2021-2022:
Markvörður: Laura Glauser (Györ).
Vinstra horn: Sanna Solberg-Isaksen (Esbjerg).
Vinstri skytta: Cristina Neagu (CSM).
Miðjumaður: Stine Oftedal (Györ).
Hægri skytta: Nora Mørk (Vipers).
Hægra horn: Angela Malestein (FTC).
Línumaður: Linn Blohm (Györ).
Besti varnarmaður: Kari Brattset Dale (Györ).
Efnilegust: Pauletta Foppa (Brest).
Besti þjálfarinn: Ambros Martin (Györ).

Györ og Esbjerg mætast í fyrri undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun kl. 13.15. Síðari viðureignin verður kl. 16.00 á milli Metz og ríkjandi Evrópumeistara Vipers frá Noregi.

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar verður á sunnudaginn.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -