- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Steins, Čutura, Broch, PSG, Metz, Bjerringbro/Silkeborg

Hollendingurinn Luc Steins var valinn besti leikmaður frönsku 1. deildinnar. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Hollenski miðjumaðurinn  Luc Steins var valinn mikilvægasti leikmaður frönsku 1. deildarinnar í handknattleik á keppnistímabilinu sem lauk á miðvikudagskvöld. Steins lék stórt hlutverk í meistaraliði PSG sem vann allar 30 viðureignir sínar í deildinni. 
  • Davor Čutura, fyrrverandi landsliðsmaður Serba, hefur verið ráðinn þjálfari karlalandsliðs Lettlands í handknattleik karla. 
  • Hollenska handknattleikskonan Yvette Broch leikur á ný með Györ á næsta keppnistímabili eftir eins árs veru hjá CSM Búkarest. Broch sem er ein besta línukona heims lék með ungverska stórliðinu frá 2015 til 2018. Þá tók hún sér tveggja ára hvíld frá handknattleik en tók upp þráðinn aftur með Metz í Frakklandi árið 2020 og var í eitt ár áður en hún fluttist til Búkarest í Rúmeníu fyrir ári. Broch hefur leikið 118 landsleiki fyrir Holland
  • PSG varð franskur bikarmeistari í handknattleik karla í gær þegar liðið lagði Nantes, 36:31, í úrslitaleik. PSG fór þar með taplaust í gegnum deildar- og bikarkeppnina á keppnistímabilinu. Metz vann bikarkeppnina í kvennaflokki. Liðið lagði Besancon, 33:23, í úrslitaleik sem fram fór á undan undanúrslitaleik karla. 
  • Bjerringbro/Silkeborg hreppti bronsverðlaun í úrvalsdeild karla í danska handboltanum í gær. Bjerringbro/Silkeborg vann Skjern, 34:31, í síðari leik liðanna um bronsið. Aalborg og GOG mætast í úrslitaleik um danska meistaratitilinn í karlaflokki í Álaborg í dag. Uppselt er á leikinn, 5.000 aðgöngumiðar seldust upp á skömmum tíma. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -