- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Serbar hafa burði til að ná langt

Andrea Lekic sæta færist að komast til Danmerkur. Smit hafa sett strik í reikninginn. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Fimm dagar eru þar til flautað verður til leiks á Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik í Danmörku. Handbolti.is kynnir liðin 16 til leiks hvert á fætur öðru, tvö á dag, til 3. desember. Nú er röðin komin að landsliði Serbíu. Tengil inn á fyrri kynningar er m.a. að finna neðst í þessari grein.


Á góðum degi getur Serbía sett mikla pressu á nánast alla andstæðinga þar sem liðið býr ekki aðeins yfir reyndum og góðum leikmönnum heldur líka mjög efnilegum leikmönnum. Serbneska liðið er staðráðið í því að sýna góða frammistöðu á þessu móti þar sem mikið mun mæða á Andreu Lekic en hún ásamt öðrum leikmönnum hungrar í að bæta fyrir slakan árangur liðsins á undanförnum mótum. Að þessu sinni ákvað Ljubomir Obradovic að velja eingöngu leikmenn sem spila í deildum fyrir utan Serbíu.

Lykilleikmaður: Andrea Lekic
Þessi frábæri leikmaður tekur nú
þátt í EM í sjöunda sinn. Þessi
33 ára gamli leikstjórnandi hefur 
í raun elst eins og gott rauðvín.
Það er ljóst að ef að liðið ætlar
að ná að bæta fyrri árangur sinn 
þá þarf liðið á því að halda að 
Lekic eigi gott móti. Ekki aðeins 
er Lekic markahæsti leikmaður 
liðsins heldur er hún einnig sú 
sem alla jafna gefur flestar 
stoðsendingar í liðinu.

Geta Serbar bætt árangurinn frá EM 2012?

Fyrir átta árum síðan voru Serbar gestgjafar á Evrópumeistaramótinu og þar náði liðið sínum besta árangri til þessa þegar að liðið endaði í fjórða sæti eftir að hafa tapað gegn Ungverjum, 41:38, eftir framlengdan leik. Síðan þá hefur leiðin legið niðrá við fyrir Serba og liðið best náð níunda sæti. Að þessu sinni er útlitið ágætt fyrir góðan árangur þrátt fyrir að vera í erfiðum riðli ásamt Hollandi, Ungverjalandi og Króatíu. Serbneska liðið býr yfir mikilli reynslu til þess að eiga við þau erfiðu verkefni sem bíða í riðlakeppninni.

Fyrri árangur:
Evrópumeistaramót
4. sæti 2012
Heimsmeistaramót
2. sæti 2013
Leikir Serbíu í C-riðli:
4.12.Holland-Serbía 19.30
6.12.Serbía- Ungverjal. 15.00
8.12.Serbía-Króatía 17.15
RÚV sýnir flesta leiki EM.

Fyrri kynningar, smellið á þjóðarheiti: Pólland, Króatía, Tékkland, Slóvenía, Svartfjallaland, Spánn, Þýskaland.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -