- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingar tóku þátt í tíunda tapleik Coburg

Arnór Þór Gunnarsson nú þjálfari Bergischer HC. Mynd/Bergischer HC
- Auglýsing -

Arnór Þór Gunnarsson og Ragnar Jóhannsson voru í sigurliði Bergischer HC í kvöld þegar liðið vann botnlið þýsku 1. deildarinnar, Coburg, 28:24 á heimavelli eftir að hafa verið marki yfir í hálfleik, 13:12.

Arnór Þór skoraði ekki mark og virðist lítið hafa haft sig í frammi ef marka má tölfræðina. Hann átti aðeins eitt markskot sem geigaði. Ragnar skoraði ekki marki í kvöld. Bergischer færðist upp í 13. sæti með þessum sigri. Coburg rekur lestina án stig eftir 10 leiki.

Janus Daði Smárson og samherjar í Göppingen töpuðu öðrum leik sínum í röð í deildinni er þeir sótti Hannover-Burgdorf heim, 31:25. Janus Daði skoraði þrjú mörk í sjö skotum en átti fimm stoðsendingar.

Í þriðja leik kvöldsins vann GWD Minden lið Tusem Essen, 30:29.

Staðan í þýsku 1. deildinni:
Rhein-Neckar Löwen 16(9), Kiel 16(9), Flensburg 14(8), Stuttgart 13(10), Göppingen 12(10), F.Berlin 11(8), Leipzig 11(9),Lemgo 11(10), Wetzlar 10(10), Melsungen 11(7), Hannover-Burgdorf 9(9), Erlangen 9(10), Bergischer 9(10), Magdeburg 8(8), Nordhorn 6(10), GWD Minden 5(8), Balingen-Weilstetten 5(10), Luwdigshafen 5(10), Essen 3(9), Coburg 0(10).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -