Norska liðið, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, vann sinn þriðja leik í röð á þessu móti og tryggði sér þar með sigurinn í D-riðli og fer áfram með fjögur stig í milliriðla. Rúmenar byrja milliriðlana án stiga eftir að hafa tapað gegn Þjóðverjum fyrr í keppninni. Norska liðinu tókst hins vegar ekki að bæta markametið í riðlakeppni, 107 mörk sem Ungverjar eiga. Norðmenn skoruðu 105 mörk í leikjunum þremur.
Rúmenía – Noregur 20:28 (13-13)
- Katrine Lunde markvörður norska liðsins sem kom inní hópinn fyrir þennan leik spilaði sinn 300. landsleik.
- Cristina Neagu skoraði sitt fyrsta mark á fjórtándu mínútu en það var mark númer 250 á EM hjá henni.
- Það var gríðarlega mikill hraði í leik liðanna í byrjun fyrri hálfleiks en þegar að hálfleikurinn var hálfnaður höfðu liðin skorað átta mörk hvor.
- Þegar 19 mínútur voru liðnar af leiknum var norska liðið með fjögra marka forystu 12-8 en næstu tíu mínútur þar á eftir voru erfiðar sóknarlega fyrir norska liðið þar sem þeim tókst ekki að skora mark. Rúmenar nýttu sér þetta frost í markaskorun Norðmanna og náðu að jafna metin 13-13 þegar flautað var til hálfleiks.
- Liðin skiptust á að skora í upphafi seinni hálfleiks og þegar um tíu mínútur voru búnar af seinni hálfleik var staðan 17-17
- Rúmenska liðinu tókst ekki að skora mark síðustu 10 mínúturnar í leiknum en á þeim tíma skoraði norska liðið 5 mörk og tryggði sér átta marka sigur 28-20.
- Rúmenska liðið sendi mun fleiri sendingar í leiknum en þær sendu boltann 1056 sinnum á milli sín en norska liðið var aðeins með 579 sendingar.
- Katrine Lunde stimplaði sig heldur betur inn á EM í þessum leik hún varði 15 skot af þeim 35 sem hún fékk á sig sem gerir 43% markvörslu og jafnframt var hún valin maður leiksins.
- Cristina Neagu átti ekki góðan leik í dag en hún var aðeins með 25% skotnýtingu en hún skoraði 4 mörk úr 16 skotum.
- Norska liðið hefur nú unnið sjö leiki í röð á EM og eru jafnframt aðeins önnur þjóðin til þess að skora meira en 100 mörk í riðlakeppninni síðan að keppnisfyrirkomulaginu á EM var breytt 2002.
- Norska liðið vann D-riðilinn og fer áfram í milliriðla með fjögur stig en Rúmenar fara stigalausar í milliriðil þar sem liðið tapaði fyrir Þýskalandi í 1. umferð. Þjóðverjar leggja af stað í milliriðlakeppnina með tvö stig.
Mörk Rúmeníu: Lorena Ostase 6, Eliza Buceschi 4, Cristina Neagu 4, Laura Popa 3, Cristina Laslo 2, Ana Iuganu 1.
Varin skot: Denisa Dedu 9, Yuliya Dumanska 6.
Mörk Noregs: Camilla Herrem 6, Stine Oftedal 5, Kari Dale 5, Nora Mörk 4, Malin Aune 3, Veronika Kristiansen 2, Henny Reistad 1, Heidi Löke 1, Stine Skogrand 1.
Varin skot: Katrine Lunde 15.