- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óðinn Þór er ristarbrotinn – aðgerð á fimmtudaginn

Óðinn Þór Ríkharðsson 11 mörk í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Óðinn Þór Ríkharðsson, markakóngur og besti leikmaður Olísdeildar karla á síðasta keppnistímabili og landsliðsmaður, ristarbrotnaði á æfingu fyrir helgina og leikur ekki með svissneska meistaraliðinu Kadetten Schaffhausen næstu tvo til þrjá mánuði. Óðinn Þór gekk til liðs við Kadetten Schaffhausen í sumar og hafði farið á kostum í æfingaleikjum síðustu vikurnar.


Brotið er það slæmt að Óðinn Þór verður að gangast undir aðgerð í vikunni. Ekki dugir að fara í spelku og göngugifs eins og í tilfelli Darra Aronssonar sem fékk álagsbrot í aðra ristina upp úr miðjum júlí.


„Ég fer í aðgerð á fimmtudaginn,“ sagði Óðinn Þór við handbolta.is í dag en hann var þá að fylgjast með samherjum sínum leika við GC Amicitia Zürich í meistarakeppninni í Sviss.


„Þetta er ekki álagsbrot heldur fékk ég högg á ristina á æfingu,“ sagði Óðinn Þór sem er eðlilega afar vonsvikinn að hefja tímabilið hjá nýju liði í margra vikna erfiðum meiðslum.


Meiðslin eru mikið áfall fyrir Óðin Þór og félag hans Kadetten Schaffhausen sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar. Óðinn Þór hefur farið á kostum með liðinu í æfingaleikjum upp á síðkastið og verið drjúgur við að skora fyrir Kadettenliðið eins og fyrir KA á síðasta keppnistímabili.


Einnig er ljóst að Óðinn Þór verður vart inni í myndinni þegar Guðmundur Þórður Guðmundsson velur landsliðshópinn fyrir leikina við Ísrael og Eistland í október í undankeppni Evópumótsins 2024. Óðinn Þór lék á als oddi í landsleikjunum við Austurríki í apríl þegar íslenska landsliðið tryggði sér sæti á heimsmeistaramótið sem fram fer í janúar.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -