- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigvaldi og Janus höfðu betur í Íslendingaslag

Sigvaldi Björn Guðjónsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði sex mörk og Janus Daði Smárason þrjú mörk fyrir Kolstad í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í annarri umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik karla. Kolstad vann annað norskt lið, Drammen, 29:21, í síðari viðureign liðanna sem fram fór í Drammenhallen. Kolstad vann samanlagt með tíu marka mun, 57:47.


Viktor Petersen Norberg skoraði fimm mörk fyrir Drammen. Óskar Ólafsson skoraði ekki að þessu sinni. Leikmenn Drammen verða þar með að bíta í það súra epli að vera úr leik í keppninni.

Öruggt hjá Hannesi Jóni

Hannes Jón Jónsson þjálfari austurríska liðsins Alpla Hard stýrði sínum mönnum til sigurs á Euroufarm Pelister2, 27:24, í síðari viðureign liðanna í fyrstu umferð undankeppni Evrópubikarsins í kvöld. Leikurinn fór fram í Norður Makedóníu. Alpla vann samanlagt með sex marka mun, 51:45.


Fyrr í dag tryggði Ólafur Andrés Guðmudsson svissneska liðinu GC Amicitia Zürich sæti í næstu umferð Evópubikarkeppninnar þegar hann skoraði sigurmark liðsins beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var úti gegn pólska liðinu Górnik Zabrze.


Í gær innsiglaði Sävehof með Selfyssinginn Tryggva Þórisson innanborðs sér sæti í næstu umferð.


Þar með komust svokölluð Íslendingalið áfram úr fyrstu umferð. Dregið verður í aðra umferð á þriðjudaginn. Þá verða 24 lið dregin saman.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -