Anton Gylfi Pálsson og Ingvar Guðjónsson, dómarar. Tómas Meyer knattspyrnudómari með meiru er að baki þeim klæddur gulu vesti. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -
Stjarnan vann sannfærandi sigur á FH í 1. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Kaplakrika í gærkvöld, 33:28, eftir að hafa verið með fimm marka forskot þegar fyrri hálfleikur var að baki, 19:14.
Leonharð Þorgeir Harðarson var markahæstur hjá FH með sex mörk. Arnar Freyr Ársælsson kunni vel við sig á gamla heimavellinum og skoraði níu mörk fyrir Stjörnuna. Nánari upplýsingar um leikina fjóra sem fram fóru í Olísdeild karla er að finna hér.
Stjarnan fær Fram í heimsókn í annarri umferð á næsta fimmtudag. Framarar fór illa með lið Selfoss í upphafsleik deildarinnar í nýju íþróttahúsi i Úlfarsárdal.
FH-ingar sækja Aftureldingu heim á föstudaginn eftir viku í annarri umferð Olísdeildar. Afturelding velgdi Íslandsmeisturum Vals undir uggum í gærkvöld. Má segja að meistararnir hafi sloppið með skrekkinn.
Jói Long, ljósmyndari, var að vanda í Kaplakrika í gærkvöld og að sjálfsögðu með myndavélina uppi við. Deildi hann myndum með handbolta.is enda er Jói einn velunnara handbolta.is. Hluti mynda Jóa er hér fyrir neðan.
Jóhannes Berg Andrason, FH, Arnar Freyr Ársælsson, Hergeir Grímsson og Tandri Már Konráðsson, Stjörnumenn. Mynd/J.L.LongEinar Bragi Aðalsteinsson, FH. Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni. Mynd/J.L.LongTandri Már Konráðsson, Stjörnunni, Ásbjörn Friðriksson, FH. Mynd/J.L.LongJón Bjarni Ólafsson, FH, Brynjar Hólm Grétarsson og Arnar Freyr Ársælsson, Stjörnunni. Mynd/J.L.LongMynd/J.L.LongPétur Árni Hauksson og Starri Friðriksson, Stjörnunni, stöðva Einar Braga Aðalsteinsson. Mynd/J.L.LongAnton Gylfi Pálsson og Ingvar Guðjónsson, dómarar. Mynd/J.L.LongJakob Martin Ásgeirsson, FH. Starri Friðriksson, Stjörnunni. Mynd/J.L.LongPétur Árni Hauksson, Stjörnunni, og fleiri. Mynd/J.L.LongEinar Bragi Aðalsteinsson, FH, Tandri Már Konráðsson, Stjörnunni, Phil Döhler, FH, Jón Bjarni Ólafsson, FH. Mynd/J.L.LongJóhannes Berg Andrason, FH, kemur skoti á mark Stjörnunnar. Mynd/J.L.LongMynd/J.L.LongBrynjar Hólm Grétarsson og Pétur Árni Hauksson hindra Einar Örn Sindrason. Mynd/J.L.LongLeonharð Þorgeir Harðarson, FH, Adam Thorstensen, markvörður Stjörnunnar. Mynd/J.L.LongBirgir Már Birgisson, FH, og Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson, Stjörnunni. Mynd/J.L.Long