Alls eru 34 dómarar á lista dómaranefndar HSÍ við upphaf keppnistímabilsins í meistaraflokkum karla og kvenna. Þeir voru 36 á sama tíma í fyrra. Þrettán eru skráðir eftirlitsmenn, jafnmargir og fyrir ári.
Magnús Kári Jónsson starfsmaður dómaranefndar segir að eins og undanfarin ár þá vanti sárlega dómara fremur en að þeir séu of margir. Mjög muni reyna á hópinn á keppnistímabilinu og ljóst að þegar mest verði um að vera megi fátt eða ekkert bera út af, s.s. eins og meiðsli eða veikindi.
Rúmenskur dómari er á meðal örfárra nýrra dómara á lista. Gherman Bodgan heitir hann og flutti til landsins fyrir nokkru. Bogdan hefur talsverða dómarareynslu frá Rúmeníu og á m.a. leiki í efstu deild.
Fáar konur hafa því miður gefið kost á sér til dómarastarfa hér á landi. Undanfarin tvö ár hafa Hekla Daðadóttir og Ellen Karlsdóttir dæmt talsvert, m.a. í Olísdeild kvenna. Ellen hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til starf í vetur hvað sem seinna verður. Svipaða sögu er að segja um kvenfólk í eftirlitsstörfum. Kristín Aðalsteinsdóttir er eina konan á þeim lista eins og undanfarin ár.
Dómarar:
Anton Gylfi Pálsson | Jónas Elíasson |
Arnór Jón Sigurðsson | Magnús Björnsson |
Árni Snær Magnússon | Þorvar Bjarmi Harðarson |
Árni Þór Þorvaldsson | Drengur Arnar Kristjánsson |
Bjarki Bóasson | Gunnar Óli Gústafsson |
Bjarni Viggósson | Jón Karl Björnsson |
Gherman Bodgan | Guðbjörn Ólafsson |
Bóas Börkur Bóasson | Hörður Aðalsteinsson |
Eyþór Jónsson | Leó Snær Róbertsson |
Hallgrímur Jónsson | Vilbergur Flóvent Sverrisson |
Hekla Daðadóttir | Richardo Xavier |
Ingvar Guðjónsson | Sigurjón Þórðarson |
Magnús Kári Jónsson | Ómar Örn Jónsson |
Ólafur Víðir Ólafsson | Vilhelm Gauti Bergsveinsson |
Ramunas Mikalonis | Þorleifur Árni Björnsson |
Sigurður Hjörtur Þrastarson | Svavar Ólafur Pétursson |
Siguróli Magni Sigurðsson | Sævar Árnason |
Eftirlitsmenn:
Einar Sveinsson |
Gísli H. Jóhannsson |
Guðjón L. Sigurðsson |
Hlynur Leifsson |
Jóhannes Runólfsson |
Kristján Halldórsson |
Kristján Gaukur Kristjánsson |
Kristín Aðalsteinsdóttir |
Ólafur Örn Haraldsson |
Reynir Stefánsson |
Sigurður Egill Þorvaldsson |
Sindri Ólafsson |
Valgeir Egill Ómarsson |