Ómar Ingi Magnússon átti enn einn stórleikinn með SC Magdeburg í dag þegar þýska meistaraliðið vann stórsigur á heimavelli gegn GWD Minden, 39:25. Ómar Ingi skoraði níu mörk og var markahæsti leikmaður liðsins. Hann gaf auk þess þrjár stoðsendingar.
Gísli Þorgeir Kristjánsson hélt að vanda um stjórntaumana í sóknarleik Magdeburgliðsins. Hann skoraði þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar. Um var að ræða fimmta sigurleik SC Magdeburg og er liðið með fullt hús stiga í efsta sæti ásamt Rhein-Neckar Löwen og THW Kiel.
Kiel vann Hannover-Burgdorf 29:27, á útivelli í dag. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
Þriðja stigið af fjórum mögulegum
Viggó Kristjánsson fór á kostum með Leipzig og skoraði níu mörk, fjögur þeirra úr vítaköstum þegar Leipzig gerði jafntefli við Lemgo, 29:29, á heimavelli Lemgo. Viggó tryggði liðinu stigið þegar hann skoraði úr vítkasti á síðustu sekúnudu.
Leizpig hefur þar með krækt í þrjú stig í síðustu tveimur leikjum og komist inn á sporið eftir fjóra tapleiki í uppahjfi leikíðar. Viggó er einnig skráður fyrir einni stoðsendingu í leiknum i dag.
HC Erlangen og MT Melsungen skildu jöfn, 34:34, í Nürnberg. Heimamenn voru lengi vel undir og allt stefndi í sigur Melsungen. Gestirnir misstu vænlega stöðu niður í jafntefli.
Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari Erlangen. Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki mark fyrir Melsungen í leiknum og Elvar Örn Jónsson er ennþá frá keppni vegna meiðsla.
Staðan í þýsku 1. deildinni: