- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Á ýmsu gekk hjá Íslendingum í þremur löndum

Guðmundur Þórður Guðmundsson verður með Fredericia í eldlínu Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Fredericia Håndboldklub, stýrði sínum mönnum til sigurs, 35:32, gegn HC Midtjylland á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fredericialiðið var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 19:15.


Einar Þorsteinn Ólafsson, leikmaður Fredericia Håndboldklub, kom lítið við sögu.


Með sigrinum færðist Fredericia Håndboldklub upp í sjötta sæti deildarinnar með sjö stig. Midtjylland situr stigalaust á botninum eins og Lemvig-Thyborøn.

Bjarni vonandi með á laugardaginn

Bjarni Ófeigur Valdimarsson lék aldrei þessu vant ekki með IFK Skövde í kvöld þegar liðið vann HK Malmö á heimavelli með þriggja marka mun, 30:27, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik.

Bjarni Ófeigur glímir við meiðsli þessa dagana. Vonir eru bundnar við að Bjarni Ófeigur verði með gegn Lugi á útivelli á laugardaginn.

Skövde er í öðru sæti deildarinnar með fimm stig að loknum þremur leikjum. Kristianstad er efst með sex stig.

Bitu frá sér í síðari hálfleik

Eftir tap fyrir Pfadi Winterhur í síðustu umferð risu leikmenn liðs Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar, upp á afturlappirnar í kvöld og unnu lið Bern, 32:26, á heimavelli í svissnesku A-deildinni.

Kadetten var tveimur mörkum undir í hálfleik, 15:13. Leikmenn liðsins sýndu hvers þeir eru megnugir í síðari hálfleik.


Kadetten er efst í deildinni með 12 stig eftir átta leiki. Kriens er í öðru sæti með 11 stig að loknum sex leikjum og Pfadi Winterthur er í þriðja sæti með átta stig, en hefur lokið fimm viðureignum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -