- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grill66 karla: Háspenna á tvennum vígstöðvum – úrslit og markaskor

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Björgvin Páll Rúnarsson tryggði Fjölni annað stigið í heimsókn liðsins á nýjan heimavöll Víkinga í Safamýri í kvöld, 25:25, í Grill66-deild karla í handknattleik. Jöfnunarmarkið var skorað 15 sekúndum fyrir leikslok. Víkingar voru marki yfir í hálfleik, 14:13, en þeir lentu þremur mörkum undir á kafla í síðari hálfleik, 21:18. Leikmenn Víkings náðu vopnum sínum á nýjan leik með fjórum mörkum í röð. Eftir það var leikurinn í járnum til enda.


Leikmenn HK lentu í kröppum dansi gegn ungmennaliði KA í Kórnum. Með því að skora fjögur síðustu mörkin í hörkuleik lánaðist HK-ingum að tryggja sér annað stigið, 36:36, og vera áfram í efsta sæti deildarinnar ásamt KA-liðinu. Símon Michael Guðjónsson skoraði síðasta markið og sitt 10. mark á síðustu sekúndum. Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha skoraði einnig 10 mörk fyrir HK og hefur þar með skorað 21 mark í tveimur síðustu leikjum.


Staðan í Grill66-deild karla og næstu leikir.


Víkingur – Fjölnir 25:25 (14:13).
Mörk Víkings: Marinó Gauti Gunnlaugsson 5, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4, Arnar Gauti Grettisson 4, Halldór Ingi Jónasson 3, Styrmir Sigurðarson 3, Jón Hjálmarsson 2, Brynjar Jökull Guðmundsson 1, Gunnar Valdimar Johnsen 1, Igor Mrsulja 1, Logi Ágústsson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 6, Hlynur Freyr Ómarsson 3.
Mörk Fjölnis: Benedikt Marinó Herdísarson 4, Björgvin Páll Rúnarsson 4, Viktor Berg Grétarsson 4, Brynjar Óli Kristjánsson 3, Goði Ingvar Sveinsson 3, Alex Máni Oddnýjarson 2, Jón Ásgeir Eyjólfsson 2, Óðinn Freyr Heiðmarsson 2, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Andri Hansen 5, Bergur Bjartmarsson 5.


HK – KA U 36:36 (17:17).
Mörk HK: Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 10, Símon Michael Guðjónsson 10, Hjörtur Ingi Halldórsson 5, Elías Björgvin Sigurðsson 3, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Benedikt Þorsteinsson 2, Sigurður Jefferson Guarino 2, Einar Gunnar Guðjónsson 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 10, Einar Gunnar Guðjónsson 1.
Mörk KA U.: Arnór Ísak Haddsson 9, Jens Bragi Bergþórsson 8, Logi Gautason 6, Aron Daði Bergþórsson 4, Ísak Óli Eggertsson 4, Kristján Gunnþórsson 4, Jónsteinn Helgi Þórsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 14.

Haukar U – Kórdrengir 30:22 (17:12).
Mörk Hauka: Ágúst Ingi Óskarsson 10, Birkir Snær Steinsson 6, Alex Már Júlíusson 5, Lárus Þór Björgvinsson 4, Þórarinn Þórarinsson 2, Gísli Rúnar Jóhannsson 1, Sigurður Jónsson 1, Mikael Andri Samúelsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 12, Steinar Logi Jónatansson 2.
Mörk Kórdrengja: Tómas Helgi Wehmeier 6, Stefan Mickael Sverrisson 5, Ragnar Áki Ragnarsson 3, Arne Karl Wehmeier 3, Egill Björgvinsson 2, Hrannar Máni Gestsson 1, Sigurður Karel Bachmann 1, Viktor Bjarki Ómarsson 1.
Varin skot: Viktor Bjarki Ómarsson 11.

Staðan í Grill66-deild karla og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -