Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, meiddist í síðari hálfleik í viðureign Barcelona og Bidasoa Irun í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Vafi leikur á hvort hann getur tekið þátt í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í Köln, dagana 28. og 29. desember. Þetta kemur fram á heimasíðu Barcelona í morgun.
Þar segir að hnékskeljasinin á vinstra hné hafi skaddast í leiknum í gær með þeim afleiðingum að hugsanlega verði Aron ekki með í leikjunum í úrslitakeppni Meistaradeildarinnar. Nú er mikil bólga í sininni.
Barcelona mætir PSG í undanúrslitum keppninnar eftir átta daga í Köln. Um er að ræða úrslit Meistaradeildarinnar sem átti að fara fram í byrjun júní.
Ekki er ljóst hvort meiðslin séu svo alvarlega að þau kom í veg fyrir þátttöku Arons í leikjum með íslenska landsliðinu í undankeppni EM í byrjun árs og á HM sem hefst um miðjan janúar.