- Auglýsing -
- Auglýsing -

Öruggur sigur ÍBV í fyrri leiknum gegn Donbas

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Úkraínska liðið Donbas og ÍBV mættust í fyrri leiknum í 2. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í Vestmannaeyjum klukkan 14 í dag.

ÍBV vann örugglega með 8 marka mun, 36-28. Liðin þreifuðu vel fyrir sér í fyrri hálfleik, en ÍBV var alltaf með frumkvæðið. Leikmenn ÍBV fóru svo að síga meira fram úr eftir 20 mínútna leik og voru yfir í hálfleik, 14-16.

ÍBV átti seinni hálfleik. Verulega dró úr leikhraða Donbas og leikmenn ÍBV mun öflugri í vörn og sókn. Þeir juku forskot sitt jafnt og þétt og komust um tíma í 10 marka forskot.

Línumaður Donbas, Olan Ivanchenko reyndist varnarmönnum ÍBV erfiður og náði að skora 11 mörk. Markvörður Donbas, Oleksandr Sles, varði oft ágætlega.

ÍBV fer því með öruggt 8 marka forskot í seinni leikinn á morgun sunnudag í Eyjum.

Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 8, Elmar Erlingsson 6/1, Theodór Sigurbjörnsson 5, Gabriel Martinez Róbertsson 5, Janus Dam Djurhuus 3, Arnór Viðarsson 3, Danjál Ragnarsson 3, Janus Dam 3, Kári Kristján Kristjánsson 2 (1), Ívar Bessi Viðarsson 1

Varin skot: Petar Jokanovic 13, 37%. Jóhannes Esra Ingólfsson 1, 17%.

Handbolti.is fyldgist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -