- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Íslendingatríóið fagnaði sigri á landsliðsþjálfaranum

Elvar Ásgeirsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Ribe-Esbjerg. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslendingatríóið hjá Ribe-Esbjerg hafði betur í hörkuleik á heimavelli í kvöld þegar Guðmundur Þórður Guðmundsson mætti með lærisveina sína í Fredericia Håndboldklub í heimsókn á vesturströnd Jótlands, 34:32. Fredericia Håndboldklub var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 18:14. Vopnin virðast hafa snúist í höndum leikmanna liðsins í síðari hálfleik.


Ribe-Esbjerg er í sjötta sæti með 14 stig eftir 11 leiki og hefur enn sem komið er gengið betur en mörg síðustu ár. Liðið hefur til dæmis ekki tapað leik á heimavelli á leiktíðinni.

Elvar var allt í öllu

Elvar Ásgeirsson lék vel í liði Ribe-Esbjerg. Hann skoraði m.a. fimm mörk og átti þrjár stoðsendingar. Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði einu sinni. Ágúst Elí Björgvinssson markvörður skoraði eitt mark og varði auk þess 10 skot, 29%.

Ágúst Elí Björgvinsson markvörður Ribe-Esbjerg og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð


Einar Þorsteinn Ólafsson var einu sinni vísað af leikvelli hjá Fredericia Håndboldklub og var aðallega í vörn liðsins. Fredericia Håndboldklub er í sjöunda sæti með 11 stig að loknum 11 leikjum.

Vísað tvisvar af velli

Sveinn Jóhannsson lét til sína taka í vörn Skjern þegar liðið vann Mors-Thy, 36:27, á heimavelli í kvöld. Sveini var tvisvar vísað af leikvelli. Hann tók lítið þátt í sóknarleiknum. Skjern situr í fjórða sæti með 16 stig.


Daníel Freyr Andrésson kom lítið við sögu hjá Lemvig þegar liðið tapaði á heimavelli í kvöld fyrir Bjerringbro/Silkeborg, 31:27. Daníel Freyr freistaði þess að verja eitt vítakast í leiknum en tókst ekki að koma í veg fyrir mark. Að öðru leyti kom Hafnfirðingurinn ekkert við sögu.


Lemvig er næst neðst með fjögur stig.


Meistarar GOG unnu Skanderborg Aarhus, 32:31, í Skanderborg og Kolding lagði SønderjyskE, 31:25.


Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -