- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sætaskipti hjá neðstu liðunum

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Ungmennalið HK lyfti sér upp úr neðsta sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í dag þegar liðið lagði ungmennalið Vals, 23:20, í lokaleik 5. umferðar. HK hefur þar með tvö stig en Valur rekur lestina án stiga. Valur á leik til góða.


HK lagði grunn að sigrinum í fyrri hálfleik með sterkum varnarleik og góðri markvörslu sem Valsliðið átti ekkert svar við fyrr en í síðari hálfleik. Þá var það orðið um seinan. HK var með sex marka forskot í hálfleik, 14:8.


Mörk Vals U.: Ásrún Inga Arnarsdóttir 8, Karlotta Óskarsdóttir 4, Arna Karitas Eiríksdóttir 3, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 2, Vala Magnúsdóttir 1, Ingibjörg Fía Hauksdóttir 1, Hildur Sigurðardóttir 1.
Varin skot: Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 10.
Mörk HK U.: Rakel Dórothea Ágústsdóttir 8, Amelía Laufey Gunnarsdóttir 4, Jóhanna Lind Jónasdóttir 4, Anna Valdís Garðarsdóttir 2, Inga Fanney Hauksdóttir 2, Stella Jónsdóttir 1, Elfa Björg Óskarsdóttir 1, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Þórfríður Arinbjarnardóttir 11.

Staðan í Grill 66-deild kvenna:

Grótta5401151 – 1218
ÍR4310114 – 787
FH5302126 – 1266
Afturelding4211102 – 965
Fram U4202110 – 1094
Víkingur5203135 – 1354
Fjölnir/Fylkir420293 – 1044
HK U5104125 – 1682
Valur U400488 – 1070
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -