Ekkert verður af viðureign ÍBV og KA/Þórs í 16-liða úrslitum bikarkeppni HSÍ sem áformuð var í Vestmannaeyjum í kvöld. Samkvæmt tilkynningu sem var að berast er í ófært í flugi á milli Akureyrar og Vestmannaeyja. KA/Þórsliðið ætlaði að koma til Heimaeyjar með beinu flugi frá höfuðstað Norðurlands. Talsvert bætir í vind þegar líður á daginn.
Flauta átti til leiks klukkan 17.30 í Vestmannaeyjum og sýna leikinn í sjónvarpi allra landsmanna. Nýr leikdagur hefur ekki verið ákveðinn en væntanlega liggur hann fyrir fljótlega.
Uppfært kl. 14.30: Mótanefnd hefur ákveðið að leikurinn fari fram þriðjudaginn 22. nóvember kl. 17.30.
Þar með verður aðeins einn leikur í bikarkeppni HSÍ, 16-liða úrslitum kvennaflokks, í kvöld. Víkingar taka á móti leikmönnum Fjölnis/Fylkis í Víkinni klukkan 19.30.