- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistaradeildin: Györ varð fyrst til þess að vinna Rapid

Ivona Pavicevic leikmaður Buducnost með boltann í leik í haust. Hún og samherjar föguðu sigri í gær á heimavelli í Meistaradeild Evrópu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Meistaradeild kvenna fór aftur af stað í gær með fimm leikjum. Í A-riðli tók Banik Most á móti ríkjandi meisturum í Vipers þar sem norska liðið sýndi enga miskunn og vann 22ja marka sigur, 43 – 21.


Fjórir leikir fóru svo fram í B-riðli. Danska liðið Esbjerg mætti aðeins með 12 leikmenn til Zagreb en vann örugglega með 12 marka mun, 30 – 18 gegn Lokomotiva. Metz lagði Kastamonu nokkuð auðveldlega, 35 – 24, á heimavelli.


Mesta spennan var í leik Buducnost og Storhamar þar sem að heimakonur unnu eins marks sigur, 24 – 23. Olivia Löfgvist gat tryggt Storhamar annað stigið á síðustu sekúndu en henni brást bogalistin í dauðafæri á línu.


Að lokum var það Györ sem tók á móti Rapid Búkaresti í leik þar sem að ungverska liðið vann þriggja marka sigur, 32 – 29, og varð fyrst liða til að leggja þær rúmensku að velli.
Meistaradeildin heldur áfram í dag með þremur leikjum í A-riðli.

Úrslit gærdagsins

A-riðill:

Banik Most 21 – 43 Vipers (15 – 20).

  • Norska liðið bætti fyrra met sitt yfir flest skoruð mörk í leik í Meistaradeildinni. Fyrra metið var 42 mörk gegn Sävehof.
  • Þetta er sjöundi tapleikurinn í röð hjá Banik Most í Meistaradeildinni.
  • Enn og aftur fékk tékkneska liðið fleiri en 40 mörk á sig. Liðið hefur nú fengið að meðaltali 40,2 mörk á sig í leik.
  • Marketa Jerabkova og Jana Knedlikova voru tékknesku löndum sínum erfiðar í þessum leik. Þær skoruðu samtals 15 mörk fyrir Vipers.
  • Marrketa Jerabkova skoraði 11 mörk í leiknum og er nú í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn keppninnar með 49 mörk.

B-riðill:

Lokomotiva 18 – 30 Esbjerg (8 – 14).

  • Lokomotiva skoraði sitt fyrsta mark á áttundu mínútu.
  • Esbjerg spilaði feikilega vel varnarlega sem gerði heimaliðinu erfitt um vik.
  • Nenand Sostaric þjálfari Lokomotiva breytti yfir í 5/1 vörn en danska liðið átti í engum vandræðum að brjóta sér leið í gegnum þá vörn.
  • Esbjerg náði 10 marka forystu á 39. mínútu. Munurinn á liðunum var ekki hvað síst í sóknarnýtingunni. Lokamotiva var aðeins með 34% nýtingu á meðan Esbjerg var með 60%.
  • Henny Reistad var markahæst í liði Esbjerg með sjö mörk en hjá Lokomotiva var Ana Malec markahæst með 6 mörk.

Metz 35 – 24 Kastamonu (18 – 14).

  • Metz náði 7 – 2 forystu eftir aðeins fjögurra mínútna leik.
  • Tyrkneska liðið reyndi hvað það gat til að minnka muninn en komust þó ekki nær en tvö mörk.
  • Heimakonur tóku þá aftur við sér og náu fjögurra marka forystu á ný fyrir hálfleik.
  • Metz náði tíu marka forskoti þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum.
  • Monua Chebbah var markahæst hjá Kastamonu með sjö mörk
    Hjá Metz var Bruna de Paula markahæst með sjö mörk.
  • Markverðirnir Hatadou Sako og Camille Depuiset voru samtals með 44,1% markvörslu hjá Metz.

Buducnost 24 – 23 Storhamar (12 – 11).

  • Leikmenn beggja liða fóru sér í engu óðslega við að skora í upphafi leiksins. Eftir átta mínútur höfðu aðeins fjögur mörk verið skoruð.
  • Norska liðið byrjaði betur í seinni hálfleik og eftir átta mínútur var liðið komið með tveggja marka forystu.
  • Mikil spenna var á lokamínútu leiksins. Guro Nestaker kom heimakonum í forystu 24 – 23 en Storhamar fékk eina sókn til að jafna leikinn en síðasta markskotið missti marks.

Györ 32 – 29 Rapid Búkaresti (18 – 15).

  • Leikurinn var jafn fyrstu 20 mínúturnar.
  • Ungverska liðið náði að slíta sig frá því rúmenska á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks og var yfir, 18 – 15, í hálfleik.
  • Með öflugum varnarleik náði Györ mest sjö marka forystu 27 – 20.
  • Rúmenska liðið neitaði að gefast upp. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka hafði liðinu tekist að minnka muninn niður í tvö mörk, 29 – 27.
  • Silje Solberg var hetjan í liði Györ. Hún varði 14 skot, mörg hver á mikilvægum köflum leiksins.
  • Ana Gros var markahæst í liði Györ með 8 mörk. Hjá Rapid var Orlane Kanor markahæst með 7 mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -