- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Of mörg færi fóru í súginn

Ómar Ingi Magnússon og Arnór Þór Gunnarsson, fyrirliði, í baráttu við Fabio Magalhães í leiknum í Porto í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Portúgal vann Ísland, 26:24, í leik þjóðanna í undankeppni EM í handknattleik karla í Porto í kvöld. Heimamenn voru þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:11.

Alexander Petersson hlaut höfðuðhögg snemma leiks og kom ekkert við sögu eftir það. Sá sem á honum braut slapp hinsvegar með tveggja mínútna brottvísun sem var óviðunandi.

Íslenska landsliðið lék betur í síðari hálfleik en í þeim fyrri þegar sóknarleikurinn var stirður. Hann gekk betur í síðari hálfleik. Eftir að hafa lent þremur mörkum undir snemma í síðari hálfleik, 18:15, eftir nærri tíu mínútur þá tókst að jafna metin, 20:20, með marki Elvars Arnar Jónssonar

Á þessum kafla varði Ágúst Elí Björgvinsson vel og sóknarleikurinn var hraður og góður. Þrettán mínútum fyrir leiksloka komst íslenska liðið yfir, 21:20. Eftir það var leikurinn hnífjafn. Ísland fékk kjörið tækifæri til þess að jafna metin, í 24:24 þegar hálf önnur mínúta var til leiksloka. Þá varði Alfredo Quintana tvö skot í röð, fyrst frá Elvari Erni en síðan frá Bjarka Má úr opnu færi. Victor Iturriza skoraði 25. mark Portúgals í kjölfarið og segja má að þar með hafi úrslitin verið ráðin.

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, fer yfir málin með leikmönnum í enu af leikhléum sínum í leiknum í kvöld. Mynd/HSÍ



Á heildina litið þá fór íslenska landsliðið illa með of mörg góð marktækifæri, jafnt í fyrri hálfleik sem og þegar á leið síðari hálfleik. Einnig fóru þrjú vítaköst í súginn, að vísu náði Arnór Þór Gunnarsson frákastinu eftir að eitt vítakastanna geigaði og náði að skora.

Ágúst Elí átti fína innkomu í markið í síðari hálfleik. Eins kom Kári Kristján Kristjánsson með ákveðna festu í sóknarleikinn. Viggó Kristjánsson var ákafur og reif sóknarleikinn upp þegar hann fékk tækifæri í byrjun síðari hálfleiks. Mikið mæddi á Elvari Erni sem skilað hlutverki sínu vel.
Liðin mætast á ný á Ásvöllum á sunnudaginn klukkan 16.

Portúgal – Ísland 26:24 (14:11)
Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 1:2, 2:2, 2:3, 3:3, 4:3, 4:4, 4:5, 4:6, 5:6, 6:6, 7:6, 8:6, 8:7, 9:7, 9:8, 10:8, 11:8, 11:9, 12:9, 12:10. 13:10, 13:11, (14:11), 14:12, 15:12, 15:13, 15:14, 16:14, 17:14, 17:15, 18:15, 18:16, 18:17, 19:17, 19:18, 20:18, 20:19, 20:20, 20:21, 21:21, 22:21, 22:22, 23:22, 23:23, 24:23, 25:23. 26:23, 26:24.
Mörk Portúgals: Oedro Portela 7/5, Luis Frade 3, AntonioAreia 3/1, André Gomes 3, Miguel Martins 2, Rui Silva 2, Diogo Branquinho 2, Victor Alvarez 2, Joao Ferraz 1, Alxander Cavalcanti 1.
Varin skot: Alfredo Quintana 12/1. Humbrto Gomes 2/2þ
Utan vallar: 10 mínútur.
Rautt spjald: Fabian Magalhaes eftir 44,30 mínútur fyrir brot á Elvari Erni.
Mörk Íslands: Bjarki Már Elísson 6, Elvar Örn Jónsson 6, Viggó Kristjánsson 4/1, Arnór Þór Gunnarsson 3/1, Ómar Ingi Magnússon 1, Ólafur Andrés Guðmundsson 1, Sigvaldi Björn Guðjónsson 1, Janus Daði Smárason 1, Viktor Gísli Hallgrímsson 1.
Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 6, Viktor Gísli Hallgrímsson 4.
Utan vallar: 6 mínútur.
Rautt spjald: Arnar Freyr Arnarsson vegna þriggja brottvísana á 46. mínútu.
Dómarar: Fabian Baumgart og Sascha Wild frá Þýskalandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -