- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rapid náði fram hefndum – rólegt hjá Vipers og Esbjerg

Rikke Iversen t.v. leikmaður dönsku meistaranna Odense Håndbold fagnar marki gegn Krim í gær. Iversen og félagar unnu leikinn og settu félagsmet. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Áttunda umferðin í Meistaradeild kvenna í handknattleik fór fram um helgina. Í A-riðli gerði CSM góða ferð til Búdapest og vann FTC, 33-29. Ógöngur Bietigheim héldu áfram með tapi fyrir Brest, 32-28. Þýsku meistararnir hafa aðeins fengið eitt stig úr síðustu sex leikjum.

Ríkjandi meistarar í Vipers áttu í engum vandræðum með Banik Most á heimavelli og unnu með fimmtán marka mun, 39-24. Loka leikurinn var viðureign Odense og Krim þar sem að danska liðið fór með sigur af hólmi 26-22.

Í B-riðli hafði rúmenska liðið Rapid Búkaresti betur á heimavelli gegn Györ, 30-27, og náði þar með að hefna fyrir tapið um síðustu helgi. Metz vann góðan útisigur á Kastamonu 28-23. Esbjerg átti náðugan dag á heimavelli og vann stórsigur á Lokomotiva, 33-20. Storhamar tók á móti Buducnost í lokaleik riðilsins þar sem að gestirnir höfðu betur, 27-25.

Úrslit helgarinnar

A-riðill:

FTC 29 – 33 CSM Búkaresti (11 – 17)

  • Marine Davidsen markvörður CSM varði fimm skot á fyrstu níu mínútum leiksins og var með 65% markvörslu. Þessi frammistaða hennar hjálpaði rúmenska liðinu til að ná fimm marka forskoti, 9 – 4, eftir aðeins 13 mínútna leik.
  • Þá forystu létu gestirnir aldrei af hendi og rúmenska liðið vann sinn sjötta sigur í átta leikjum sem er besta byrjun liðsins í sögu Meistaradeildarinnar.
  • Cristina Neagu skoraði fjögur mörk í leiknum og er orðin markahæst í Meistaradeildinni með 57 mörk.
  • Þetta var þriðji tapleikur ungverska liðsins á heimavelli.
  • Hin 16 ára Dorka Papp skoraði 2 mörk fyrir FTC í leiknum og eru það hennar fyrstu mörk í Meistaradeildinni.
Cristina Neagu leikmaður CSM Búkaresti skorar úr vítakasti hjá Blanka Biro markverðir FTC. Mynd/EPA

Brest 32 – 28 Bietigheim (17 – 18)

  • Þýska liðið var aðeins með 12 leikmenn á skýrslu í þessum leik vegna mikilla meiðslavandræða.
  • Brest náði að nýta sér þessa manneklu hjá þýska liðinu þegar leið á leikinn og vann síðustu níu mínúturnar 5 – 1 og tryggði sér þar með sinn þriðja sigur á tímabilinu.
  • Kim Naidzinavicius skoraði átta mörk fyrir Bietigheim.
  • Alicia Toublanc hægri hornamaður Brest átti mjög góðan leik. Hún skoraði níu mörk fyrir franska liðið.
  • Franska liðið er nú aðeins þremur stigum á eftir Bietigheim í riðlinum, en þýska liðið hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu sex leikjum liðsins.

Vipers 39 – 24 Banik Most (18 – 10)

  • Marketa Jerábkova var enn og aftur fyrrverandi liðsfélögum sínum erfið. Hún skoraði sjö mörk fyrir Vipers í þessum leik.
  • Katrine Lunde markvörður Vipers fékk að sitja hjá í þessum leik. Það kom ekki að sök hjá norska liðinu því Sofie Böriesson og Julie Poulsen þökkuð traustið sem þær fengu. Böriesson varði 13 skot og Poulsen bætti við níu vörðum skotum eftir að hún kom inná.
  • Þetta var sjötti sigurleikur norska liðsins í riðlakeppninni en það er besta byrjun liðsins í sögu Meistaradeildarinnar. Vipers er jafnt CSM Búkaresti með 13 stig á toppi riðilsins.
  • Þetta var hins vegar áttundi tapleikur í röð hjá Banik Most.
  • Vipers hefur nú skorað flest mörk allra í Meistaradeildinni, 265.
Aleksandra Rosiak leikmaður slóvensku meistarana á skora eitt marka sinna í Óðinsvéum í gær. Mynd/EPA

Odense 26 – 22 Krim (15 – 11)

  • Danska liðið hefur unnið fjóra leiki í röð í Meistaradeildinni og hefur þar með bætt félagsmet sitt.
  • Vendipunktur leiksins var þegar að Odense náði 5 – 0 kafla undir lok fyrri hálfleiks. Krim náði ekki að skora mark í átta mínútur.
  • Dione Housheer var markahæst í liði Odense með sjö mörk. Hún er óðum að ná fyrri styrk eftir að hafa verið frá keppni tvo mánuði vegna meiðsla.
  • Góður leikur hjá Barböru Arenhart í marki Krim dugði ekki til þess að koma í veg fyrir að danska liðið fagnaði sigri í leiknum.
  • Krim hefur nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og eru í sjöunda sæti riðilsins.

B – riðill:

Rapid Búkaresti 30 – 27 Györ (15 – 16)

  • Rapid Búkaresti byrjaði leikinn af miklum krafti og munaði mestu um frammistöðu Ivönu Kapitanovic í markinu. Hún var með 50% markvörslu á fyrstu 25 mínútunum.
  • Rúmenska liðið náði fimm marka forystu eftir 20 mínútur.
  • Þá ákvað Martin Ambros að taka leikhlé og sendi Söndru Toft í markið. Danski landsliðsmarkvörðurinn varði sex skot og hjálpaði liðinu að minnka muninn niður í eitt mark, 15 – 16, í hálfleik.
  • Györ hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og náði þriggja marka forystu en með miklum stuðningi frá áhorfendum náði rúmenska liðið að jafna metin 20-20.
  • Hetja leiksins var Ivana Kapitanovic markvörður Rapid. Hún varði 16 skot, þrjú af þeim á loka mínútum leiksins sem hjálpaði heimakonum til að ná þriggja marka forystu.
  • Eliza Iulia Buceschi og Sorina Maria Grozay voru markahæstar í liði Rapid með sjö mörk hvor.

Kastamonu 23 – 28 Metz (13 – 13)

  • Leikurinn byrjaði rólega og það tók Kastamonu til að mynda tvær mínútur að skora fyrsta markið.
  • Tyrkneska liðið hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik og náði tveggja marka forystu en Metz náði góðum lokakafla og jafnaði metin áður en flautað var til hálfleiks.
  • Franska liðið sneri hlutverkunum við í seinni hálfleik og komst í þriggja marka forystu sem það lét aldrei af hendi.
  • Katrarina Jezic var markahæst hjá Kastamonu með sex mörk.

Esbjerg 33 – 20 Lokomotiva Zagreb (18 – 13)

  • Það var ljóst frá byrjun leiks hvort liðið væri sterkara.
  • Hið unga lið Lokomotiva átti í vandræðum í sókninni og náði ekki að skora í fimm mínútur sem Esbjerg nýtti sér og komst í 8 – 4, forystu.
  • Nenad Sostaric þjálfari króatíska liðsins reyndi hvað hann gat til að stappa stálinu í sína leikmenn en þeir réðu ekkert við góðan sóknarleik danska liðsins.
  • Jesper Jensen þjálfari Esbjerg gaf öllum leikmönnum tækifæri í þessum leik, ekki síst þeim sem höfðu fengið lítinn spilatíma í Meistaradeildinni fram til þessa.

Storhamar 25 – 27 Buducnost (12 – 13)

  • Buducnost byrjaði leikinn betur og komust í 4 – 2 forystu.
  • Heimakonur í Storhamar náðu að nýta sér mistök leikmanna Buducnost til að komast aftur inn í leikinn.
  • Leikurinn var jafn fram að 42. mínútu leiksins þegar gestirnir náðu yfirhöndinni 23 – 19.
  • Ilda Kepic var markahæst í liði Buducnost með átta mörk en hjá Storhamar var það Anniken Obaidli sem var markahæst með sex mörk.

Staðan í A-riðli:

Standings provided by Sofascore

Staðan í B-riðli:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -