- Auglýsing -
- Auglýsing -

Endasprettur fyrir áramót

Siraba Dembele leikmaður CSM Bucuresti í leik við ungverska liðið FTC í Meistaradeildinni um síðustu helgi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Meistaradeild kvenna í handknattleik mun enda árið í dag og á morgun með látum með 9. umferð. M.a. mætast toppliðin í A-riðli, CSM Búkaresti og Vipers. Leikur umferðarinnar að mati EHF verður á milli stórveldanna Buducnost og Györ.

Leikir helgarinnar

A-riðill:

FTC – Banik Most | Laugardagur kl. 15 | Beint á EHFTV

  • FTC mun reyna að enda árið á góðan hátt eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð.
  • Tapi Banik Most leiknum verður öll von úti hjá liðinu um að komast í útsláttarkeppnina.
  • Banik Most hefur tapað ellefu leikjum í röð í Meistaradeildinni.
  • Tékkneska liðið hefur fengið flest mörk á sig af öllum í Meistaradeildinni, 328.

Brest – Krim | Laugardagur kl. 17 | Beint á EHFTV

  • Eftir erfiða byrjun á tímabilinu hefur Brest komið tilbaka og unnið þrjú af fjórum stigum gegn Bietigheim. Leikmenn Brest vonast til að ljúka árinu á þriðja sigurleiknum í röð.
  • Krim hefur tapað fjórum af síðustu fimm leikjum. Síðasti sigurleikur Krim var gegn Brest í október.
  • Aðeins tvö lið, Lokomotiva og Banik Most, hafa skorað færri mörk en Brest á þessu tímabili.
  • Krim hefur aðeins unnið tvo leiki á útivelli í síðustu 23 viðureignum. Annar af leikjunum var gegn Banik Most.
  • Brest hefur ekki farið verr af stað í Meistaradeildinni, aðeins unnið þrjá leiki af átta.

Bietigheim – Odense | Sunnudagur kl. 13 | Beint á EHFTV

  • Liðin hafa átt misjöfnu gengi að fagna að undanförnu í Meistaradeildinni. Bietigheim hefur tapað þremur leikjum í röð á sama tíma og Odense hefur unnið fjóra síðustu leiki.
  • Þýska meistaraliðið er enn ósigrað á heimavelli.
  • Danska meistaraliðinu vantar aðeins 16 mörk til að rjúfa 1.500 marka múrinn í Meistaradeildinni.
  • Odense batt enda á 64 leikja skorpu Bietigheim án taps þegar liðin mættust í fyrri umferð Meistaradeildarinnar fyrir tveimur mánuðum.

CSM Búkaresti – Vipers | Sunnudagur kl. 15 | Beint á EHFTV

  • Hvort lið hefur þrettán stig eftir sex sigurleiki, eitt jafntefli og einn tapleik.
  • Eina tap CSM í keppninni til þessa var gegn Vipers í fyrri leik liðanna.
  • Cristina Neagu leikmaður CSM er markahæst í Meistaradeildinni með 57 mörk.
  • Vipers hefur skorað flest mörk allra liða í Meistaradeildinni, 265, sem gerir 33,1 mark að meðaltali í leik.
  • Norska liðið hefur unnið fjóra af síðustu sjö viðureignum þessara liða.

B-riðill:

Buducnost – Györ | Laugardagur kl. 17 | Beint á EHFTV

  • Þetta er í 27. sinn sem þessi lið félaganna leiða saman garpa sína. Györ hefur unnið nítján sinnum.
  • Lið félagar hafa unnið flesta leiki í sögu Meistaradeildarinnar. Buducnost hefur sigrað í 156 leikjum en Györ unnið 197 leiki.
  • Milena Raicevic er markahæst í liði Buducnost með 56 mörk en hjá Györ eru þær Linn Blohm og Ana Gros markahæstar með 32 mörk hvor.
  • Markmenn beggja liða hafa staðið sig vel það sem af er í Meistaradeildinni. Armelle Attingré markvörður Buducnost er með 32% markvörslu. Santra Toft og Silje Solberg hjá Györ eru með yfir 35% hlutfallsmarkvörslu.

Esbjerg – Kastamonu | Laugardagur kl. 17 | Beint á EHFTV

  • Esbjerg hefur unnið fjóra leiki í röð og er einu stigi á eftir toppliði Metz. Kastamounu hefur hins vegar tapað þremur leikjum í röð.
  • Henny Reistad er markahæst í liði Esbjerg með 58 mörk. Hjá Kastamonu er Azenaide Carlos markahæst með 50 mörk.

Storhamar – Rapid Búkaresti | Laugardagur kl. 17 | Beint á EHFTV

  • Nýliðar Meistaradeildarinnar á þessari leiktíð mætast nú í annað sinn. Í sjöttu umferð þegar liðin áttust við hafði Rapid betur, 27 – 25.
  • Rúmenska liðið hefur aðeins tapað einum leik á leiktíð í Meistaradeildinni og kom á óvart með sigri á Györ um síðustu helgi.
  • Storhamar hefur tapað fjórum leikjum í Meistaradeildinni og unnið tvo. Báðir sigurleikirnir voru gegn Lokomotiva.
  • Maja Jakobsen hægri skytta Storhamar er markahæst í norska liðinu með 42 mörk.
  • Ivana Kapitanovic markvörður Rapid hefur verið virkilega góð í síðustu tveimur leikjum liðsins og samanlegt með 35,4% markvörslu.

Lokomotiva – Metz | Sunnudagur kl. 13 | Beint á EHFTV

  • Metz vann fyrri leik liðanna, 38 – 13, en það er næst stærsti sigur liðs í Meistaradeild kvenna.
  • Sigri franska liðið í leiknum munu það tryggja sér efsta sætið í B-riðli þegar Meistaradeildin fer í jólafrí. Lokomotiva eru hins vegar ekki í eins góðum málum. Liðið rekur lestina í riðlinum með átta töp.
  • Lokomotiva er með yngsta liðið í Meistaradeildinni.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -