Meistaradeild kvenna rúllaði aftur af stað í gær með fimm leikjum þar sem var boðið uppá mikla spennu í flestum leikjum. Mesta spennan var þó í Rússlandi þegar að CSKA og Brest áttust við en fyrir leikinn hafði franska liðið ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni. CSKA byrjaði leikinn betur og komst í 8-4 forystu en þá tók Sandra Toft markvörður Brest til sinna ráða og lék stórt hlutverk þegar franska liðinu tókst að jafna metin, 12-12, fyrir hálfleik. Gestirnir héldu uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks en leikmenn CSKA neituðu að gefast upp og þegar um 40 sekúndur voru eftir af leiknum skoraði Polina Gorshkova og náði að tryggja í CSKA eins marks sigur, 25-24, Með þessum sigri er CSKA komið með 13 stig í þriðja sæti riðilsins aðeins einu stig á eftir Brest.
Í Ungverjalandi áttust við FTC og CSM Búkaresti en leikur liðanna einkenndist af miklum sveiflum en liðin skiptust fimm sinnum á að hafa forystuna í seinni hálfleik. Þær ungversku reyndust sterkari á lokakafla leiksins sem þær unnu, 10-5, og náðu að landa fjögurra marka sigri, 31-27. Það vantaði einfaldlega of mikið í leikmannahóp rúmenska liðsins í þessum leik. Treyst var of á að Cristina Neagu og Barbara Lazovic myndu sjá um að draga vagninn nánast einar. Þær skoruðu 17 mörk af þeim 27 sem liðið gerði. Þá þurfa aðrir leikmenn að taka meiri ábyrgð ef liðið ætlar sér að sigra. Fleiri hefðu þurft að leggjast á árar með stöllum.
Þetta var þriðji sigurleikur FTC í röð og ljóst að liðið heldur áfram að klifra upp stigatöfluna. Liðið er í þriðja sæti með 10 stig, aðeins einu stigi á eftir CSM sem hefur aðeins náð einu stigi úr síðustu þremur leikjum sínum.
Podravka engin fyrirstaða
Lið Odense átti heldur náðugan dag þegar það tók á móti króatíska liðinu Podravka. Gestirnir sáu hreinlega aldrei til sólar í þessum leik. Leikmenn Odense sýndu mátt sinn og megin strax í upphafi og náði átta marka forystu, 18-10, þegar flautað var til hálfleiks. Danska liðið sýndi heldur enga miskunn í byrjun seinni hálfleiks og náði 7-0 kafla og gerði þar með endanlega út um leikinn. Odense vann fimmtán marka sigur 35-20. Odense er nú komið með tólf stig og er í fjórða sæti riðilsins en Podravka hefur hins vegar tapað sex leikjum í röð og er á góðri leið með að stimpla sig út úr keppninni.
Þriðji sigur Buducnost
Buducnost tók á móti þýska liðinu Dortmund þar sem mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Jafnt var, 15-15, þegar flautað var til hálfleiks. Heimastúlkur mættu hins vegar mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu 6 mörkin í hálfleiknum og breyttu stöðunni í 21-15 og þá forystu létu þær aldrei af hendi og unnu að lokum með fjögurra marka mun, 31-27. Þetta er þriðji sigurleikur Buducnost í Meistaradeildinni í vetur og eru liðið í 5. sæti riðilsins með sjö stig. Dortmund hefur tapað fimm leikjum í röð og hefur aðeins 2 stig í sjötta sæti.
Neituðu að gefast upp
Lokaleikur dagsins var svo í Noregi þar sem landsmeirstarar Noregs og Danmerkur mættust. Leikmenn Vipers byrjuðu af miklum krafti og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins en gestirnir náðu þó að vinna sig hægt og rólega inní fyrri hálfleikinn og jöfnuðu metin 8-8. Vipers var þó ávallt með frumkvæðið í hálfleiknum og var með tveggja marka forskot, 16-14, þegar flautað var til hálfleiks.
Miklar sveiflur voru í leik liðanna í seinni hálfleiknum en þegar um ellefu mínútur voru eftir af leiknum komust gestirnir frá Danmörku í fyrsta skipti yfir, 24-23, og allt leit út fyrir að þeir myndu vinna leik í Meistaradeildinni eftir langa bið. Þær norsku neituðu að gefast upp og náðu að næla sér í annað stigið sem í boði var, 28-28. Esbjerg hefur þar með leikið sjö leiki í röð án sigurs. Síðasti sigurleikur þeirra var gegn Bietigheim í september. Esbjerg situr í sjötta sæti A-riðils með fjögur stig. Vipers eru hins vegar enn taplaust með átta stig en eiga aðeins 5 leiki að baki.
Úrslit dagsins
CSKA 25-24 Brest (12-12)
Markaskor CSKA: Ekaterina Ilina 7, Polina Gorshkova 6, Darya Dmitrieva 3, Sara Ristovska 3, Polina Vedekhina 2, Yuliia Markova 2, Antonina Skorobogatchenko 2.
Varin skot: Anna Sedoykina 7.
Markaskor Brest: Djurdjina Jaukovic 6, Ana Gros 5, Pauletta Foppa 4, Sladjana Pop-Lazic 3, Pauline Coatanea 3, Amandine Tissier 2, Constance Mauny 1.
Varin skot: Sandra Toft 16.
FTC 31-27 CSM Búkaresti (14-16)
Markaskor FTC: Emily Bölk 5, Noemi Hafra 5, Katrin Klujber 5, Antje Malestein 4, Aniko Kovacsics 3, Julia Behnke 3, Nadine Schatzl 3, Greta Marton 2, Anett Kovacs 1.
Varin skot: Blanka Bíro 5.
Markaskor CSM: Cristina Neagu 9, Barbara Lazovic 8, Crina Pintea 3, Carmen Martin 3, Siraba Dembele 2, Andrea Klikovac 1, Elizabeth Omoregie 1.
Varin skot: Denisa Dedu 7, Jelena Grubisic 1.
Buducnost 31-27 Dortmund (15-15)
Markaskor Buducnost: Jovanka Radicevic 10, Allison Pineau 5, Majda Mehmedovic 5, Itana Grbic 5, Katarina Dzaferovic 3, Nadja Kadovic 2, Ema Ramusovic 1.
Varin skot: Barbara Arenhart 5, Armelle Attingre 4.
Markaskor Dortmund: Alina Grijseels 6, Laura Van der Heijden 5, Kelly Dulfer 5, Inger Smits 3, Merel Freriks 3, Clara Danielsson 2, Jennifer Rode 1, Johanna Stockschlader 1, Tina Abdulla 1.
Varin skot: Isabell Roch 6, Rinka Duijndam 2.
Odense 35-20 Podravka (18-10)
Markaskor Odense: Mia Rej 9, Freja Kyndböl 5, Rikke Iversen 4, Jessica Da Silva 4, Lois Abbingh 3, Nycke Groot 2, Angelica Wallen 2, Sara Hald 2, Mie Hojlund 2, Ayaka Ikehara 2.
Varin skot: Althea Reinhardt 10, Tess Wester 5.
Markaskor Podravka: Dejana Milosavljevic 5, Azenaide Carlos 3, Nikolina Zadravec 3, Selena Milosevic 3, Ana Turk 1, Dijana Mugosa 1, Korina Karlovcan 1, Aneja Beganovic 1, Elena Popovic 1.
Varin skot: Yuilya Dumanska 12.
Vipers 28-28 Esbjerg (16-14)
Markaskor Vipers: Nora Mörk 10, Hanna Yttereng 4, Jana Knedlikova 3, Emilie Arntzen 3, Henny Reistad 3, Linn Jörum Sulland 2, Silje Waade 2, Marta Tomac 1.
Varin skot: Katrine Lunde 9.
Markaskor Esbjerg: Nerea Pena 7, Marit Jacobsen 7, Vilde Ingstad 4, Sonja Frey 3, Marit Malm Frafjord 2, Kaja Nielsen 2, Sanna Solberg 1, Kristine Breistol 1, Mette Tranborg 1.
Varin skot: Rikke Poulsen 9.