Sara Dögg Hjaltadóttir skoraði fjögur mörk í dag þegar Volda vann Nordstrand, 24:21, í nýju keppnishöllinni í Volda en liðin leika í næsta efstu deild. Eftir sigurinn í dag er Volda í þriðja sæti með 15 stig eftir 11 leiki, þremur stigum á eftir Follo sem á toppnum. Bærum er í þriðja sæti með 17 stig en hefur leikið einum leik meira en Follo og Volda. Gjerpen er í fjórða sæti stigi á eftir Volda.
Volda-liðið gerði nánast út um leikinn í fyrri hálfleik. Að honum loknum var sjö marka munur á liðunum, 15:8.
Sara Dögg skoraði öll sín mörk úr vítaköstum. Þjálfari Volda er Halldór Stefán Haraldsson en hann er á sínu fimmta keppnistímabili með liðinu. Aðstoðarþjálfari er Hilmar Guðlaugsson.
Volda mætir toppliði Follo á heimavelli á miðvikudagskvöld.