Fram vann öruggan sigur á Haukum í heimsókn sinni til Ásvalla í kvöld í 11. umferð Olísdeildar, 28:18, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:7. Eins og tölurnar gefa til kynna var sigur Fram aldrei í hættu.
Í hinni viðureigninni sem fram fór í kvöld í Olísdeild kvenna þá hafði KA/Þórsliðið betur í heimsókn sinn í Sethöllina á Selfossi, 32:28, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir eftir fyrri hálfleik, 19:17. Með sigrinum færðist KA/Þór upp að hlið Hauka í fimmta til sjötta sæti með átta stig eftir 11 leiki. Selfoss er næst neðst með fjögur stig.
Sara Odden lék sinn fyrsta leik með Haukum í kvöld eftir að hafa samið við félagið á dögunum.
Ida Hoberg, nýr liðsmaður KA/Þór, er ekk orðin gjaldgeng með liðinu.
Staðan í Olísdeild kvenna og næstu leikir.
Haukar – Fram 18:28 (7:14).
Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 8/1, Natasja Hammer 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Ena Car 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Gunnhildur Pétursdóttir 1, Birta Lind Jóhannsdóttir 1.
Varin skot: Margrét Einarsdóttir 13, 34,2% – Elísa Helga Sigurðardóttir 0.
Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 5, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4/1, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 3, Madeleine Lindholm 3, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Tinna Valgerður Gísladóttir 1/1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Svala Júlía Gunnarsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 14/2, 43,8%.
Selfoss – KA/Þór 28:32 (17:19).
Mörk Selfoss: Roberta Stropé 10, Karlotta Óskarsdóttir7, Katla María Magnúsdóttir 6, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 6, Áslaug Ýr Bragadóttir 4.
Mörk KA/Þórs: Rut Arnfjörð Jónsdóttir 11, Nathalia Soares Baliana 6, Hildur Lilja Jónsdóttir 3, Kristín A. Jóhannsdóttir 3, Júlía Björnsdóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 3, Lydía Gunnþórsdóttir 3.
Varin skot: Matea Lonac 12.
Valur – ÍBV 29:32 (15:15).
Mörk Vals: Mariam Eradze 8, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 7, Thea Imani Sturludóttir 6, Lilja Ágústsdóttir 3, Auður Ester Gestsdóttir 2, Elín Rósa Magnúsdóttir 2, Hildur Björnsdóttir 1.
Varin skot: Sara Sif Helgadóttir 5, Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir 4.
Mörk ÍBV: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 14, Birna Berg Haraldsdóttir 6, Elísa Elíasdóttir 5, Sunna Jónsdóttir 5, Bríet Ómarsdóttir 1, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 1.
Varin skot: Marta Wawrzykowska 7.
Staðan í Olísdeild kvenna og næstu leikir.