- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Þessir sextán leika gegn Portúgal í kvöld

Bólusetningaskylda á EM í handknattleik í janúar verður ekki þrándur í götu fyrir þátttöku íslenskra handknattleiksmanna á mótinu. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur tilkynnt hvaða 16 leikmenn hann ætlar að tefla fram í fyrsta leik Íslands gegn Portúgal á HM karla í handknattleik í Kaíró í kvöld. Samkvæmt nýjum reglum þá hafa allir 20 leikmenn landsliðsins sem fóru með til Egyptalands verið skráðir til leiks. Nýju reglurnar eru skýrðar hér fyrir neðan leikmannalistann.

Sextán þeirra taka þátt í leiknum í kvöld. Þeir fjórir sem sitja yfir eru: Björgvin Páll Gústavsson, Kári Kristján Kristjánsson, Kristján Örn Kristjánsson og Magnús Óli Magnússon.


Þeir sem taka þátt í leiknum í kvöld eru:
Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding 33/1
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 19/1
Bjarki Már Elísson, Lemgo 73/180
Oddur Gretarsson, Balingen-Weilstetten 20/31
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad 125/232
Elvar Örn Jónsson, Skjern 37/103
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg 26/33
Janus Daði Smárason, Göppingen 48/69
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen 182/719
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg 49/133
Viggó Kristjánsson, Stuttgart 13/26
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCC 116/338
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce 30/55
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen 54/69
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach 7/7
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen 44/20

Leikur Íslands og Portúgals hefst klukkan 19.30 og verður sýndur í beinni útsendingu hjá RÚV.

Sem fyrr segir var reglum varðandi leikmenn, skráningar og skiptingar breytt fyrir þetta mót, ekki síst vegna kórónuveirufaraldursins en einnig til að auka möguleika á dreifa betur álagi á milli leikmann.

Nú eru 20 leikmenn skráðir inn í móti í stað 16 áður. Tveimur tímum fyrir leik þarf að liggja fyrir hverjir þeir sextán eru sem landsliðsþjálfari ætlar að tefla fram. Það telst ekki vera skipting ef svo dæmi sé tekið, ef Kári Kristján kemur inn í 16 manna hópinn í stað Elliða Snæs fyrir næsta leik. Semsagt heimilt verður að skáka mönnum fram og til baka á milli leikja innan þessa 20 manna hóps mótið á enda.

Ef kalla þarf í mann inn í hópinn t.d. frá Íslandi í stað einhvers sem veikist að kórónuveirunni þá telst það ekki vera skipting. Slíkar skiptingar má gera meðan heilsuhraustir leikmenn eru fyrir hendi til þess að bæti inn í hópinn.

Ef kalla þarf í mann inn í hópinn t.d. frá Íslandi í stað einhvers sem meiðist eða stendur sig ekki í stykkinu að mati þjálfara þá telst það ekki vera skipting. Slíkar skiptingar má gera fimm sinnum á mótinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -