- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Héðan og þaðan: Vori er í heita sætinu

Mynd/EPA
- Auglýsing -

Igor Vori, sem var árum saman línumaður króatíska landsliðsins og nokkurra öflugra félagsliða í austurhluta Evrópu, tók í sumar við þjálfun RK Zagreb sem m.a. á sæti í Meistaradeild Evrópu og hefur lengi verið fremsta félagslið Króatíu. Þetta er í fyrsta sinn sem Vori er aðalþjálfari hjá félagsliði. Fróðlegt verður að sjá hversu lengi hann verður í starfi en þjálfarastóllinn hjá RK Zagreb hefur verið afar heitur síðustu ár og á stundum hafa þrír verið við stjórnvölin á einu keppnistímabili. Óhætt er að segja að Vori sitji í heitu sæti.

  • Franska liðið HBC Nantes krækti í sumar í Spánverjann Adriá Figueras sem hefur hefur átt sæti í spænska landsliðinu sem hefur orðið Evrópumeistari tvisvar í röð.
Mads Mensah Larsen fluttist frá Mannheim til Flensborgar í sumar. Mynd/EPA
  • Danski landsliðsmaðurinn Mads Mensah Larsen yfirgaf Rhein-Neckar Löwen eftir síðustu leiktíð að lokinni sex ára dvöl hjá félaginu. Mensah samdi við Flensburg-Handewitt sem er þekkt fyrir að hafa alltaf drjúgan hóp af Dönum innan sinna vébanda.
  • Örvhenta stórskyttan Dainis Kristopans samdi við PSG í sumar eftir að hafa gert stuttan stans í herbúðum Füchse Berlín á lokavikum síðasta tímabils. Lettinn hávaxni (214 cm) hittir fyrir hjá PSG spænska þjálfarann Raúl Gonzalez sem var lærimeistari hans um skeið hjá Vardar, m.a. þegar liðið vann Meistaradeild Evrópu fyrir þremur árum. 

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -