- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Rússnesku liðin sýndu engan miskunn

Leikmenn Esbjerg fanga sigri á FTC í Ungverjalandi í gær. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Eftir að hafa tapað þeirra fyrsta leik á tímabilinu um síðustu helgi gegn Metz náðu þær rússnesku í Rostov-Don að koma sér aftur á sigurbrautina þegar þær sigruðu þýska liðið Bietigheim á heimavell í gær. Í fyrri leik liðanna var boðið uppá spennandi leik þar sem þær rússnesku lönduðu eins marks sigri en það var annað uppá teningnum í gær þar sem Rostov vann öruggan sex marka sigur, 27-21. Með þessum sigri halda þær rússnesku topp sætinu í A-riðli með 15 stig en Bietigheim er á botni riðilsins með aðeins þrjú stig.

Öruggt hjá Vipers í Rúmeníu

Norska liðið Vipers fór í heimsókn til CSM Búkaresti en liðin eru í mikilli baráttu um annað af tveimur topp sætunum í A-riðlinum þar sem heimastúlkur voru þremur stigum á undan Vipers fyrir leikinn. Sóknarleikur CSM var frekar slappur ef frá er talin frammistaða stórskyttunnar Cristinu Neagu og það var eitthvað sem gestirnir frá Noregi nýttu sér í vil. Þegar flautað var til hálfleiks voru þær með fimm marka forystu, 14-9.

Leikmenn Vipers slökuðu ekkert á í þeim seinni og náðu mest níu marka forystu og þar munaði mestu um frammistöðu Katrine Lunde í markinu hjá norska liðinu en hún varði 13 skot í leiknum. Gestirnir unnu að lokum sjö marka sigur 29-22 og eru nú komnar með 10 stig í þriðja sæti riðilsins og eru nú aðeins einu stigi á eftir CSM sem situr i öðru sæti riðilsins.

Danir í sjötta gír

Ungverska liðið FTC tók á móti danska liðinu Esbjerg en gestirnir þurftu nauðsynlega á sigri að halda í þessum leik ætluðu þær sér ekki að detta útúr keppninni að lokinni riðlakeppninni. Það var jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna en Esbjerg var þó með eins marks forystu í hálfleik 13-12.

Danirnir settu í sjötta gír í seinni hálfleik þar sem þær juku við ákefðina í varnarleik liðsins sem skilaði þeim mörgum ódýrum mörkum úr hraðaupphlaupum og fór svo að lokum að þær unnu fjögurra marka sigur 28-24. Með þessum sigri er danska liðið komið með sex stig í sjötta sæti riðilsins en FTC eru hins vegar áfram með tíu stig og eru jafnar Vipers í 4-5.sæti.

Rússar með yfirburði

CSKA og Dortmund mættust í nýliðaslag á heimavelli rússneska liðsins en þessi leikur náði þó aldrei að verða spennandi þar sem að heimastúlkur voru með mikla yfirburði. Gestirnir skoruðu hins vegar fyrsta markið og var það í eina skiptið sem að þær höfðu forystu í leiknum og eftir það var bara einstefna af hálfu rússneska liðsins en þær voru með sjö marka forystu í hálfleik 19-12. Sama var uppá teningnum í seinni hálfleik en um miðjan hálfleikinn minnkuðu gestirnir muninn niður í fjögur mörk 27-23 en heimastúlkur létu það ekki slá sig útaf laginu. Leiknum lauk með öruggum sjö marka sigri 35-28 og með þessum sigri eru þær komnar með 15 stig, einu stigi á eftir toppliði Györ, Dortmund er í sjötta sæti með 2 stig.

Metz sótti stig á útivöll

Krim tók svo á móti franska liðinu Metz í lokaleik dagsins þar sem heimastúlkur byrjuðu betur og komust í 3-1 forystu eftir sjö mínútna leik en eftir það tóku gestirnir öll völd á vellinum og fóru með fjögurra marka forystu í hálfleik 14-10. Franska liðið hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og á fertugustu mínútu voru þær komnar með sjö marka forystu 19-12. Heimastúlkur náðu þó að klóra aðeins í bakkann og minnkuðu muninn í 23-20 þegar fimm mínútur voru eftir en Metz náði þó að landa sigri að lokum 26-22. Með þessum sigri fer franska liðið uppí annað sæti riðilsins með 12 stig.

Úrslit dagsins

Rostov-Don 27-21 Bietigheim (15-9)
Markaskor Rostov: Polina Kuznetsova 5, Yaroslava Frolova 5, Viktoriya Borschenko 3, Iuliia Managarova 3, Vladlena Bobrovnikova 2, Ksenia Makeeva 2, Grace Zaadi 2, Anna Lagerquist 2, Anna Sen 1, Kristina Kozhokar 1, Milana Tazhenova 1.
Varin skot: Viktoriia Kalinina 9.
Markaskor Bietigheim:  Trine Jensen 4, Amelie Berger 4, Antje Lauenroth 3, Xenia Smits 3, Nele Reimer 3, Luisa Schulze 2, Kim Naidzinavicius 1, Kim Braun 1.
Varin skot: Emily Sando 3, Valentyna Salamakha 2.

CSM Búkaresti 22-29 Vipers (9-14)
Mörk CSM: Cristina Neagu 10, Crina Pintea 4, Barbara Lazovic 3, Carmen Martin 3, Laura Moisa 2.
Varin skot:  Jelena Grubisic 10, Denisa Dedu 2.
Mörk Vipers: Jana Knedlikova 5, Nora Mörk 5, Henny Reistad 4, Hanna Yttereng 3, Sunniva Andersen 3, June Andenaes 2, Emilie Arntzen 2, Malin Larsen 2, Linn Jorum Sulland 1, Marta Tomac 1, Silje Waade 1.
Varin skot: Katarine Lunde 13.

FTC 28-24 Esbjerg (12-13)
Mörk FTC: Emily Bölk 9, Katrin Kljuber 7, Antje Malestein 3, Zita Szucsanszki 1, Julia Behnke 1, Nadine Schatzl 1, Noemi Hafra  1, Gréta Marton 1.
Varin skot: Blanka Bíró 6, Kinga Janurik 2.
Mörk Esbjerg: Sanna Solberg 8, Sonja Frey 4, Marit Jacobsen 4, Marit Malm Frafjord 3, Nerea Pena 3, Vilde Ingstad 3, Kristine Breistol 2, Mette Tranborg 1.
Varin skot: Rikke Poulsen 10.

CSKA 35-28 Dortmund (19-12)
Mörk CSKA: Ekaterina Ilina 9, Darya Dmitrieva 7, Marina Sudakova 5, Polina Gorshkova 5, Yuliia Markova 3, Sara Ristovscka 2, Kathrine Heindahl 1, Polina Vedekhina 1, Natalia Chigirinova 1, Antonina Skorobogatchenko 1.
Varin skot: Anna Sedoykina 10.
Mörk Dortmund: Johanna Stockschlader 5, Inger Smits 4, Tessa van Zijl 4, Kelly Dulfer 3, Tina Abdulla 3, Laura Van der Heijden 2, Kelly Vollebregt 2, Merel Freriks 2, Alina Grijseels 2, Dana Bleckmann 1.
Varin skot: Yara Ten Holte 9, Isabell Roch 5.

Krim 22-26 Metz (10-14)
Mörk Krim: Oceane Sercien 5, Samara Da Silva Vieira 4, Valentina Klemencic 4, Matea Pletikosic 3, Harma van Kreij 2, Branka Konatar 2, Natasa Ljepoja 1, Nina Zabjek 1.
Varin skot: Jovana Risovic 13.
Mörk Metz: Marie Sajka 5, Debbie Bont 4, Camila Micijevic 4, Astrid N’gouan 3, Meline Nocandy 3, Olga Perederiy 2, Tjasa Stanko 2, Louise Burgaard 1, Orlane Kanor 1.
Varin skot: Hatadou Sako 19.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -