- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Víkingur vann bæði stigin í Kórnum

Leikmenn Víkings eftir sigurleik fyrr á tímabilinu. Mynd/Víkingur
- Auglýsing -

Víkingur vann ungmenna lið HK, 40:23, í síðasta leik 12. umferðar Grill 66-deildar kvenna í Kórnum í Kópavogi eftir hádegið í dag. Víkingur er áfram í sjötta sæti deildarinnar. Liðið hefur níu stig eftir 11 leiki og er stigi á eftir FH. HK U er í áttunda og næst neðsta sæti með fjögur stig.


Níu lið eru í deildinni og þar af leiðandi situr eitt hjá í hverri umferð sem skýrir að Víkingur hefur leikið 11 leiki þótt 12 umferðum sé lokið.


HK U var sex mörkum undir í hálfleik, 21:15, og hafði þá nokkuð rétt sinn hlut en mestur var munurinn 10 mörk í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik jókst munurinn á nýja leik.


Staðan í Grill 66-deild kvenna.


Mörk HK U.: Amelía Laufey Gunnarsdóttir 5, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 4, Mattý Rós Birgisdóttir 2, Ágústa Rún Jónasdóttir 2, Elfa Björg Óskarsdóttir 2, Ingibjörg Lára Ingvarsdóttir 2, Stella Jónsdóttir 2, Sandra Rós Hjörvarsdóttir 1, Auður Katrín Jónasdóttir 1, Katrín Hekla Magnúsdóttir 1, Guðbjörg Erla Steinarsdóttir 1.
Varin skot: Þórfríður Arinbjarnardóttir 2.

Mörk Víkings: Áróra Eir Pálsdóttir 8, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 7, Hafdís Shizuka Iura 6, Ester Inga Ögmundsdóttir 5, Auður Brynja Sölvadóttir 4, Ásdís Sigurðardóttir 3, Díana Ágústsdóttir 2, Elísabet Ósk Ingvarsdóttir 2, Berglind Adolfsdóttir 1, Valgerður Elín Snorradóttir 1, Rakel Sigmarsdóttir 1.
Varin skot: Emelía Dögg Sigmarsdóttir 10, Sara Xiao Reykdal 2.

Umfjöllun um aðra leiki í 12. umferð Grill 66-deildar kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -