- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Staðfest að Donni mætir til leiks gegn Val

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði átta mörk fyrir Skanderborg. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, landsliðsmaður í handknattleik er einn 16 leikmanna sem Thierry Anti þjálfari franska liðsins PAUC teflir fram í kvöld þegar PAUC mætir Val í Origohöllinni í 9. og næst síðustu umferð B-riðils Evrópudeildarinnar. Staðfest leikskýrsla fyrir leikinn var gefin út í hádeginu og á henni er nafn Donna næst efst á blaði.


Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi að Donni skipi lið PAUC nema fyrir þær sakir að á fimmtudaginn í síðustu viku sagðist Donni í samtali við Stöð2 vera kominn í leyfi hjá félaginu eftir að hafa átt andlega erfitt vikurnar á undan. Hann sagði einnig frá því í samtalinu að samstarfið við þjálfarann væri ekki eins og best væri á kosið.


Handbolti.is tók upp fréttina af Vísir.is á fimmtudagskvöldið og má lesa hana hér.


Donni hefur verið með betri leikmönnum PAUC síðan hann kom til þess fyrir þremur árum. M.a. var hann valinn besta örvhenta skytta frönsku 1. deildarinnar eftir síðasta keppnistímabil.


Leikur Vals og PAUC hefst í Origohöllinni klukkan 19.45 í kvöld. Valur er í þriðja sæti riðilsins en PAUC í fjórða sæti og ráða úrslit leiksins í kvöld miklu um framhaldið. Fjögur efstu liðin af þeim sex sem í riðlinum eru komast í 16-liða úrslit.

Staðan í B-riðli:

Flensburg8701270:23014
Ystads IF8513261:25111
Valur8314263:2647
PAUC8305235:2446
FTC8224264:2786
Benidorm8206243:2694
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -