Íslenska landsliðið í handknattleik karla steig stórt skref í átt til þess að tryggja sér efsta sæti í 4. riðli undankeppni Evrópumótsins með sigrinum á Tékkum í Laugardalshöll í gær, 28:19. Þar með hefur Ísland betri stöðu í innbyrðis stöðu í leikjum við Tékka sem nemur fjórum mörkum.
Íslenska liðið þarf eitt stig úr tveimur síðustu leikjunum, gegn Ísrael í Tel Aviv 27. apríl og við Eistlendinga í Laugardalshöll þremur dögum síðar, til þess að vera öruggt um annað af tveimur efstu sætum riðilsins. Að óbreyttu verður liðið að vinna tvo síðustu leikina til þess að ná efsta sætinu.
Dregið í riðla 10.maí
Með því að ná efsta sætinu aukast líkurnar á að Ísland verði í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir lokakeppnina 10. maí í Düsseldorf.
Kostirnir við að vera í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður eru þeir að þar með verður ekki leikið við allra sterkustu landsliðin á fyrsta stigi keppninnar.
Sex lið í efsta flokki
Sex landslið verða í efsta styrleikaflokki þegar dregið verður í riðlana. Þegar liggur fyrir að verðlaunahafar EM 2022 verða í efsta styrkleikaflokki, Svíþjóð, Spánn og Danmörk.
Ljóst er að verði íslenska landsliðið með á EM 2024 mætir það aldrei Svíþjóð, Spáni og Danmörku, Noregi, Króatíu og Þýskalandi í riðlakeppninni hvort sem íslenska landsliðið verður í fyrsta, öðrum, þriðja styrkleikaflokki vegna þess að þegar hefur að hluta til verið raðað niður í riðlana. Alveg öruggt er að Ísland verður aldrei í fjórða og neðsta styrkleikaflokki.
Frakkar og Norðmenn sennilegir
Frakkar hafa þegar unnið sinn riðil í undankeppninni og er með fullt hús. Reikna má fastlega með að Frakkar verði í efsta styrkleikaflokki vinni þeir tvo síðustu leiki sína í riðlakeppninni. Frakkar voru í 4. sæti á EM 2022. Noregur, sem varði í 5. sæti á EM síðast, er einnig líklegur til að vera í efsta flokknum. Ísland kemur þar í kjölfarið takist að vinna tvo síðustu leikina í undankeppninni.
- Gestgjafar Þýskaland verða í öðrum styrkleikaflokki og leika í A-riðli riðli sem fram fer í Berlín og Düsseldorf.
- Króatía verður í B-riðli í Mannheim, ef Króatar komast áfram úr undankeppninni.
- Ísland í C-riðli sem fram fer í München, ef Ísland kemst áfram úr undankeppninni.
- Noregur í D-riðli í Berlin, ef Noregur kemst áfram úr undankeppninni.
- Alls taka landslið 24 þjóða þátt í EM 2024 í Þýskalandi. Af þeim koma 20 upp í gegnum riðlakeppnina, þ.e. tvö efstu lið hvers riðils og fjögur þau sem ná bestum árangri og hreppa þriðja sætið.
Stöðuna í riðlum undankeppninnar eftir fjórar umferðir af sex:
1. riðill:
Portúgal | 4 | 4 | 0 | 0 | 137:98 | 8 |
N-Makedónía | 4 | 2 | 0 | 2 | 124:112 | 4 |
Tyrkland | 4 | 2 | 0 | 2 | 115:129 | 4 |
Lúxemborg | 4 | 0 | 0 | 4 | 94:131 | 0 |
2. riðill:
Noregur | 4 | 3 | 0 | 1 | 132:98 | 6 |
Serbía | 4 | 3 | 0 | 1 | 111:104 | 6 |
Slóvakía | 4 | 1 | 0 | 3 | 106:120 | 2 |
Finnland | 4 | 1 | 0 | 3 | 101:128 | 2 |
3. riðill:
Ísland | 4 | 3 | 0 | 1 | 118:87 | 6 |
Tékkland | 4 | 3 | 0 | 1 | 101:87 | 6 |
Eistland | 4 | 1 | 0 | 3 | 105:125 | 2 |
Ísrael | 4 | 1 | 0 | 3 | 97:122 | 2 |
Síðustu leikir riðilsins:
27. apríl: Ísrael – Ísland.
27. apríl: Eistland – Tékkland.
30. apríl: Ísland – Eistland.
30. apríl: Tékkland – Ísrael.
4. riðill:
Austurríki | 4 | 4 | 0 | 0 | 135:119 | 8 |
Rúmenía | 4 | 2 | 0 | 2 | 117:107 | 4 |
Úkraína | 4 | 1 | 0 | 3 | 114:128 | 2 |
Færeyjar | 4 | 1 | 0 | 3 | 98:110 | 2 |
5. riðill:
Grikkland | 4 | 3 | 0 | 1 | 109:109 | 6 |
Holland | 4 | 2 | 1 | 1 | 110:108 | 5 |
Króatía | 4 | 2 | 1 | 1 | 115:109 | 5 |
Belgía | 4 | 0 | 0 | 4 | 99:107 | 0 |
6. riðill:
Ungverjaland | 4 | 4 | 0 | 0 | 150:106 | 8 |
Sviss | 4 | 2 | 0 | 2 | 110:122 | 4 |
Georgía | 4 | 1 | 0 | 3 | 106:118 | 2 |
Litáen | 4 | 1 | 0 | 3 | 102:122 | 2 |
7. riðill:
Slóvenía | 4 | 4 | 0 | 0 | 126:103 | 8 |
Svartfj.land | 4 | 2 | 0 | 2 | 124:114 | 4 |
Bosnía | 4 | 2 | 0 | 2 | 95:104 | 4 |
Kósovó | 4 | 0 | 0 | 4 | 84:108 | 0 |
8. riðill:
Frakkland | 4 | 4 | 0 | 0 | 143:102 | 8 |
Pólland | 4 | 2 | 0 | 2 | 122:110 | 4 |
Ítalía | 4 | 2 | 0 | 2 | 117:116 | 4 |
Lettland | 4 | 0 | 0 | 4 | 83:137 | 0 |