Valur varð í kvöld bikarmeistari í 4. flokki kvenna og Haukar í 4. flokki karla, eldra ári, þegar leikið var til úrslita í Poweradebikarnum í handknattleik í Laugardalshöll.
Valur vann KA/Þór, 31:21, í úrslitaleik 4. flokks kvenna eftir að hafa verið yfir allan leikinn, m.a. 13:10, eftir fyrri hálfleik. Arna Sif Jónsdóttir, markvörður Vals, var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins. Hún varði 46% skotanna sem komu á mark hennar.
Úrslitaleikur Hauka og ÍR í 4. flokki karla, eldra árið, var hnífjafn og æsispennandi. Annað árið í röð tryggðu Haukar sér bikarinn með sigurmarki á síðustu sekúndum. Kristófer Breki Björgvinsson skoraði sigurmarkið þegar þrjár sekúndur voru eftir, 29:28. Haukar höfðu unnið boltann þegar 11 sekúndur voru til leiksloka eftir að markskot ÍR-inga hafið geigað.
Bernard Kristján Owusu Darkoh leikmaður ÍR var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins. Hann skoraði 12 mörk og reyndist Haukum mjög erfiður viðfangs.
Leikmenn bikarmeistara Vals eru: Oddný Mínervudóttir (m), Arna Sif Jónsdóttir (m), Eva Steinsen Jónsdóttir, Steinunn Hildur Pétursdóttir, Hrafnhildur Markúsdóttir, Arna Karitas Eiríksdóttir, Laufey Helga Óskarsdóttir, Sigrún Erla Þórarinsdóttir, Guðrún Hekla Traustadóttir, Erla Sif Leósdóttir, Þórunn Mínervudóttir, Katla Margrét Óskarsdóttir, Kristina Phuong Anh Nguyen, Ester Elísabet Guðbjartsdóttir.
Þjálfarar liðsins eru: Björn Ingi Jónsson, Arnar Daði Arnarsson og Benedikta Björk Þrastardóttir.
Leikmenn bikarmeistara Hauka eru: Halldór Ingi Auðunsson (m), Birnir Hergilsson (m). Bjarki Már Ingvarsson, Sigurður Bjarmi Árnason, Freyr Aronsson, Daníel Máni Sigurgeirsson, Helgi Marinó Kristófersson, Kristófer Breki Björgvinsson, Róbert Daði Jónsson, Viktor Elí Hreiðarsson, Egill Jónsson, Gústaf Logi Gunnarsson, Dagur Máni Daðason.
Þjálfarar liðsins eru: Bjarni Gunnar Bjarnason og Jón Þorbjörn Jóhannsson.